Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 13:51
Brynjar Ingi Erluson
Stórstjarna Frakka ekki með gegn Íslandi - Frá í sex vikur
Icelandair
Ousmane Dembele verður ekki með gegn Íslandi
Ousmane Dembele verður ekki með gegn Íslandi
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Ousmane Dembele verður ekki með Frökkum gegn Íslandi í undankeppni HM á þriðjudag, en þetta segir blaðamaðurinn Fabrice Hawkins í dag.

Dembele, sem er spáð sigri í kjörinu á besta fótboltamanni heims, meiddist aftan í læri í 2-0 sigrinum á Úkraínu í gær.

Hann er einn allra mikilvægasti leikmaður landsliðsins og því mikil blóðtaka að missa hann í meiðsli.

Hawkins, sem er einn áreiðanlegasti blaðamaður Frakklands, fullyrðir að Dembele verði frá í sex vikur og mun hann því missa af leiknum gegn Íslandi á Parc des Princes á þriðjudag og mörgum mikilvægum leikjum með Paris Saint-Germain.

Sóknarmaðurinn mun þá líklegast missa af seinni leiknum gegn Íslandi sem er spilaður á Laugardalsvelli um miðjan október.

Dembele var stórkostlegur með PSG á síðasta tímabili er liðið vann þrennuna. Á þessu tímabili hefur hann þegar komið að sjö mörkum í átta leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir