
Grindavík/Njarðvík tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna 2026 með frábærum sigri í hreinum úrslitaleik gegn HK.
HK voru fyrir lokaumferðina í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á undan Grindavík/Njarðvík þegar þessi lið mættust í dag.
Lestu um leikinn: Grindavík/Njarðvík 4 - 1 HK
„Þetta verður ömurlegt viðtal, bara sorry ég biðst afsökunar fyrirfram" sagði sigurreifur Gylfi Tryggvason eftir að hann stýrði sínu liði upp í Bestu deild kvenna í dag.
„Það er ekki hægt að koma orðum til skila um tilfinningarnar sem maður er að finna akkúrat núna"
Grindavík/Njarðvík urðu að sækja sigur í dag til þess að tryggja sæti í Bestu deild kvenna næsta sumar og þær sóttu sannfærandi sigur.
„Ég er búin að vera ótrúlega stoltur af því að vera þjálfari þessa liðs bara frá því að ég skrifaði undir hérna og það hefur bara vaxið og vaxið með hverri mínútunni. Það hefur aldrei verið meira en akkúrat núna"
„Ég er svo ógeðsleg stoltur af þeim og þær eru svo miklir töffarar að mæta í svona leik með allt undir, það er hiti og við elskum hitann, 'deliveruðum' og vorum ógeðslega góðar í dag og það er ennþá sætara. Þetta var ekki einhver heppnis hérna eitthvað, við vorum bara ógeðslega góðar í þessum leik og eigum þetta bara skilið"
Nánar er rætt við Gylfa Tryggvason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 18 | 16 | 1 | 1 | 78 - 15 | +63 | 49 |
2. Grindavík/Njarðvík | 18 | 12 | 2 | 4 | 43 - 22 | +21 | 38 |
3. HK | 18 | 12 | 1 | 5 | 49 - 29 | +20 | 37 |
4. Grótta | 18 | 12 | 1 | 5 | 38 - 25 | +13 | 37 |
5. KR | 18 | 9 | 1 | 8 | 45 - 43 | +2 | 28 |
6. Haukar | 18 | 7 | 1 | 10 | 28 - 44 | -16 | 22 |
7. ÍA | 18 | 6 | 3 | 9 | 26 - 36 | -10 | 21 |
8. Keflavík | 18 | 4 | 4 | 10 | 23 - 30 | -7 | 16 |
9. Fylkir | 18 | 2 | 2 | 14 | 21 - 58 | -37 | 8 |
10. Afturelding | 18 | 2 | 0 | 16 | 12 - 61 | -49 | 6 |