Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
banner
   fös 05. september 2025 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Sjáðu mörkin: Draumabyrjun á seinni hálfleik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson braut ísinn í blálok fyrri hálfleiks gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Liðið var ekki lengi að bæta við öðru marki í seinni hállfeik.

Seinni hálfleikur var rétt rúmlega eins mínútna gamall þegar Ísak Bergmann Jóhannesson kom boltanum í netið.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

„Albert Guðmunds gefur fyrir á Jón Dag sem tekur skot úr teignum, en markvörður Asera ver frábærlega. Boltinn út í teiginn og Ísak Bergmann stekkur á boltann og skallar á markið, markvörðurinn ver en boltinn kominn yfir línuna," skrifaði Kári Snorrason í textalýsinguna.

Eftir tæplega klukkutíma leik skoraði Ísak Bergmann síðan þriðja mark Íslands og annað mark sitt eftir frábæra sókn.

„Íslenska liðið sundurspilar Aserana!. Albert gefur á Hákon, fyrirliðinn gefur á Ísak, sem gefur boltann beint á Jón Dag og fær hann aftur og Ísak setur boltann í netið af stuttu færi! Þetta er eitt besta mark sem ég hef séð frá íslenska landsliðinu, einnar snertingar fótbolti!" Skrifaði Kári Snorrason í textalýsinguna.

2. markið


3. markið

Athugasemdir