Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Tyrkland með sterkan sigur gegn Georgíu
Kerem Akturkoglu
Kerem Akturkoglu
Mynd: EPA
Georgía og Tyrkland áttust við í Undankeppni HM 2026 í dag.

Tyrkland var með góð tök á leiknum. Mert Muldur kom liðinu yfir snemma leiks. Kerem Akturkoglu bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks eftir að Georgíumenn voru í vandræðum með koma boltanum frá eftiir aukaspyrnu.

Snemma í seinini hálfleik bætti Akturkoglu við sínu öðru marki og þriðja marki Tyrkja. Hann vann boltann á vallarhelmingi Georgíumanna eftir slæma sendingu úr vörninni, hann sendi á Yunus Akgun og fékk boltann aftur í gegn og skoraði örugglega.

Georgíumenn minnkuðu muninn þegar Zuriko Davitashvili kom boltanum í netið. Stuttu síðar fékk Tyrkinn Baris Yilmaz rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Einum manni fleiri náðu Georgíumenn ekki að komast nær Tyrkjum fyrr en í blálokin þegar khvicha Kvaratskhelia skoraði með skoti við vítateigslínuna en nær komust þeir ekki.

Þetta var fyrsti leikurinn í E riðli en Búlgaría og Spánn mætast síðar í kvöld. Malta er með tvö stig eftir fimm umferðir og Liitháen þrjú stig eftir fjórar umferðir eftir jafntefli liðanna í dag.

Georgía 2 - 3 Tyrkland
0-1 Mert Muldur ('3 )
0-2 Muhammed Kerem Akturkoglu ('41 )
0-3 Muhammed Kerem Akturkoglu ('52 )
1-3 Zuriko Davitashvili ('63 )
2-3 Khvicha Kvaratskhelia ('90 )
Rautt spjald: Baris Yilmaz, Turkey ('71)

Litháen 1 - 1 Malta
0-1 Alexander Satariano ('83 )
1-1 Gvidas Gineitis ('90 , víti)
Rautt spjald: ,Jake Azzopardi, Malta ('90)Edgaras Utkus, Lithuania ('90)
Athugasemdir
banner
banner