
„Það var gríðarlega mikilvægt að komast yfir rétt fyrir hálfleik, það breytti leiknum og eftir það þá var þetta eiginlega bara komið, skoruðum fleiri mörk og þetta var bara komið." sagði Kristian Nökkvi Hlynsson við Fótbolta.net eftir stórkostlegan 5-0 sigur gegn Aserbaídsjan.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði á bekknum en kom inná sem varmaður og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
„Fyrsta markið fyrir landlsiðið og þetta var bara geggjað."
„Mér fannst það bara geggjað, mér finnst betra að vera í liði sem heldur í boltann og sækir. Ég get svo íka búið til og skorað mörk og það er bara geggjað."
Ísland hélt í boltann nánast allan leikinn töluvert betur í boltann í kvöld og Kristan hafði aldrei áhyggjur að Aserbaídsjan væri að fara ógna eitthvað af viti.
„Það var held ég einusinni sem þeir fóru með marga leikmenn fram og við unnum boltann og þá var þetta kannski fimm á fjóra og það gerðist ekkert í fyrrihálfleik og leikir opnast oft í seinni hálfleik og þetta var aðeins léttara í þeim síðari."
Athugasemdir