
Lára Kristín Pedersen tilkynnti í vikunni að skórnir væru komnir upp í hillu, hennar leikmnannaferli er lokið.
Lára er 31 árs miðjumaður sem er uppalin hjá Aftureldingu og lék einnig með Stjörnunni, Þór/KA, KR, Val, Napoli, Fortuna Sittard og síðast Club Brugge á sínum ferli.
Lára lék þrjá A-landsleiki á sínum ferli og 32 leiki fyrir yngri landsliðin. Hún varð á sínum ferli fimm sinnum Íslandsmeistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og tvisvar meistari meistaranna. Hér að neðan má sjá kveðju Láru á Instagram og nokkrar myndir af hennar ferli.
Lára er 31 árs miðjumaður sem er uppalin hjá Aftureldingu og lék einnig með Stjörnunni, Þór/KA, KR, Val, Napoli, Fortuna Sittard og síðast Club Brugge á sínum ferli.
Lára lék þrjá A-landsleiki á sínum ferli og 32 leiki fyrir yngri landsliðin. Hún varð á sínum ferli fimm sinnum Íslandsmeistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og tvisvar meistari meistaranna. Hér að neðan má sjá kveðju Láru á Instagram og nokkrar myndir af hennar ferli.
Kveðja Láru
Eftir að hafa hlaupið á eftir bolta í meira en 25 ár er kominn tími á að hlaupa á eftir öðrum hlutum. Ég hélt alltaf að ég yrði allavega komin röngu megin við 35 ára þegar ég myndi hætta en auðvitað fer fátt eftir pöntun.
Ég geng í burtu eins sátt og ég get orðið. Verandi með sjúkdóm sem hefur haft þessi vægðarlausu áhrif á allt mitt líf er ég ekkert nema þakklát að hafa þó náð að spila svona lengi. Ég hef í allt of mörg ár gengið fram af mér við að eltast við markmið sem oft á tíðum létu mig vanrækja sjálfa mig, þau sem standa mér næst eða hvor tveggja svo ég er mjög sannfærð um að þetta sé rétti tíminn til að kveðja.
Ég hef á sama tíma fengið að upplifa svo bilaða gleði, spennu, árangur og ánægju með mínum nánustu vinkonum svo ég veit ekki hvort ég geti beðið um neitt meira.
Ef það er eitthvað sem ég sé eftir á ferlinum er það eflaust að hafa ekki notað röddina meira utan vallar. Hvort sem er til að krefjast aukins jafnréttis innan íslenskrar knattspyrnu eða til að ögra stöðlum um það hvað við flokkum sem árangur, velgengni og fyrirmyndir innan fótboltans. Í þessum árangursdrifna heimi varð oft auðvelt að missa sjónar á hvað ég raunverulega vildi fá út úr fótboltanum en þær konur sem ég hef litið hvað mest upp til virðast vera með það betur á hreinu.
Þetta eru konur sem hafa komið til baka eftir
krabbameinsmeðferð, konur sem hafa staðið hnarreistar gegn frussandi stjórnarmönnum sem þola ekki andmæli, konur sem láta barneignir ekki stoppa sinn feril, konur sem vilja ekkert með athygli hafa og spila bara fyrir ástríðuna og liðsfélaga sína og konur sem hafa þorað að krefja mig um meira þegar ég var ekki upp á mitt besta.
Konur sem sjá íþróttina í stærra samhengi.
Ein þessara kvenna stendur öðrum ansi mikið fremur. Hún sýndi mér ekki bara hvernig liðsfélagi ég vildi vera, hvað ég vildi standa fyrir eða hvað er hægt að gera þegar man lætur sig baráttuna varða - hún sýnir mér á hverjum degi hvernig manneskja ég vil vera.
Já, takk fótbolti. Takk þjálfarar sem sýndu mér þolinmæði og stuðning í minni baráttu við sjálfa mig.
Takk flottu konur sem ég fékk að æfa með, hlæja með, styrkjast með, ná markmiðum með, vinna titla með og vaxa með. What an honor.
Athugasemdir