
„Það gékk erfiðlega í fyrri hálfeik að finna færi en við vorum mikið með boltann og það er bara oft erfitt á móti svona þjóðum sem leggjast aftarlega á völlinn og eru með fimm manna línu varnarlega og síðan miðjan fjórir og það voru kannski ekki mikið af svæðum en gríðarlega mikilvægt mark sem við skorum þarna og þá opnaðist svolítið leikurinn og þetta var allt annar leikur í seinni hálfleik" sagði Sverrir Ingi Ingason leikmaðiur Íslands eftir 5-0 sigurinn á Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Mörk breyta leikjum og það gerði það svo sannarlega í dag og þetta var mikilvægt mark og gríðarlega heilsteypt frammistaða í kvöld og þótt það hafi ekki gengið að finna þessi svæði sem að við vildum í fyrri hálfleik að þá var ekkert paník og við héldum okkar og seinni hálfleikurinn verður öðruvísi fyrir vikið."
Íslenska landsliðið var frábært í seinni hálfleik í kvöld og það var lítið að gera hjá Sverri Inga og félögum í varnarleiknum í kvöld.
„Þetta er öðruvísi, við auðvitað meira með boltann og setjum marga leikmenn í sóknarleikinn og við þurftum að vera með einbeitingu því ein skyndisókn sem hefði hleypt líf í þá og þá þarftu að vera klár og ég hef gaman að því að spila svona leiki þar sem við erum meira með boltann og erum frekar að skapa okkur færi heldur en að liggja við teiginn en við erum að fara í öðruvísi leik á Þriðjudaginn og það verður mjög líklega miklu meira að gera þá."
Nánar var rætt við Sverri Inga í sjónvarpinu hér að ofan.