Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fös 05. september 2025 22:33
Anton Freyr Jónsson
Laugardalur
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason í leiknum í kvöld
Sverrir Ingi Ingason í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Það gékk erfiðlega í fyrri hálfeik að finna færi en við vorum mikið með boltann og það er bara oft erfitt á móti svona þjóðum sem leggjast aftarlega á völlinn og eru með fimm manna línu varnarlega og síðan miðjan fjórir og það voru kannski ekki mikið af svæðum en gríðarlega mikilvægt mark sem við skorum þarna og þá opnaðist svolítið leikurinn og þetta var allt annar leikur í seinni hálfleik" sagði Sverrir Ingi Ingason leikmaðiur Íslands eftir 5-0 sigurinn á Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

„Mörk breyta leikjum og það gerði það svo sannarlega í dag og þetta var mikilvægt mark og gríðarlega heilsteypt frammistaða í kvöld og þótt það hafi ekki gengið að finna þessi svæði sem að við vildum í fyrri hálfleik að þá var ekkert paník og við héldum okkar og seinni hálfleikurinn verður öðruvísi fyrir vikið."

Íslenska landsliðið var frábært í seinni hálfleik í kvöld og það var lítið að gera hjá Sverri Inga og félögum í varnarleiknum í kvöld. 

„Þetta er öðruvísi, við auðvitað meira með boltann og setjum marga leikmenn í sóknarleikinn og við þurftum að vera með einbeitingu því ein skyndisókn sem hefði hleypt líf í þá og þá þarftu að vera klár og ég hef gaman að því að spila svona leiki þar sem við erum meira með boltann og erum frekar að skapa okkur færi heldur en að liggja við teiginn en við erum að fara í öðruvísi leik á Þriðjudaginn og það verður mjög líklega miklu meira að gera þá."

Nánar var rætt við Sverri Inga í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner