Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Parma hafnaði hærra tilboði frá Newcastle í Leoni
Mynd: EPA
Hinn 18 ára gamli ítalski varnarmaður Giovanni Leoni gekk til liðs við Liverpool frá Parma í sumar. Liverpool borgaði 26 milljónir punda fyrir hann.

Federico Cherubini, forstjóri Parma, greindi frá því að félagið hafi hafnað hærra tilboði frá Newcastle.

„Við höfnuðum tilboði frá Newcastle sem var hagstæðara en tilboðið frá Liverpool. Þegar Liverpool kom inn í þetta breyttust áætlanir okkar. Bæði vegna þess að tilboðið var spennandi og Giovanni gerði okkur ljóst fyrir að hann væri spenntur fyrir því að fara til Liverpool," sagði Cherubini.

„Hins vegar er það auðvitað svekkjandi að missa svona spennandi leikmann. Það er samt stolt í félagi eins og okkar og viðurkenning fyrir þá sem trúðu á þennan dreng, þegar hann hafði aðeins spilað nokkra leiki í Seríu B.“
Athugasemdir
banner
banner