
Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, ætlar að mæta á leik Íslands og Aserbaídsjan í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik okkar liðs í undankeppni HM.
„Ég er spenntur fyrir þessum leik. Þetta er mikilvægur leikur og ég býst við hörkuleik. Ísland er sterkt heima og ef þeir ná upp sínum leik er líklegt að liðið sigri," segir Hannes við idman.biz.
Hannes lék á sínum tíma, 2018–2019, með Qarabag í Aserbaídsjan en liðið er ríkjandi meistari. Sjö leikmenn Qarabag eru í aserska hópnum sem mætir Íslandi.
„Aserbaídsjan hefur góða leikmenn og gætu gert þetta erfitt fyrir íslenska liðið. Ég mun mæta á leikinn og vonast til að hitta fyrrum liðsfélaga mína í Qarabag," segir Hannes sem spáir íslenskum sigri í kvöld.
Leikur Íslands og Aserbaídsjan hefst klukkan 18:45 í kvöld.
Athugasemdir