Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir bjóða Strand Larsen nýjan samning
Mynd: EPA
Úlfarnir ætla í viðræður við norska sóknarmanninn Jörgen Strand Larsen eftir að félagið hafnaði tolboðum frá Newcastle í sumarglugganum.

Wolves höfnuðu 50 og 55 miljóna punda tilboðum frá Newcastle sem endaði með því að kaupa Nick Woltemade frá Stuttgart og Yoane Wissa frá Brentford.

Strand Larsen var keyptur til Wolves í sumar fyrir 23 milljónir punda eftir að hafa staðið sig vel á lánssamningi frá Celta Vigo á síðasta tímabili.

Úlfarnir eru tilbúnir að bjóða honum launahækkun en hann skoraði 14 mörk í 30 byrjunarliðsleikjum í deildinni á síðasta tímabili. Þá hefur hann skorað tvisvar í deildabikarnum á þessu tímabili.

„Við hugsuðum aldrei út í það að selja hann í þessum glugga. Þetta er virkilega góður drengur sem kemur hreint fram. Hann er einn okkar mikilvægasti maður," segir Jeff Shi, stjórnarformaður Wolves.
Athugasemdir