sun 06. október 2019 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Tveir leikmenn Barcelona reknir af velli í stórsigri á Sevilla
Ousmane Dembele skoraði og lét svo reka sig af velli.
Ousmane Dembele skoraði og lét svo reka sig af velli.
Mynd: Getty Images
Barcelona 4 - 0 Sevilla
1-0 Luis Suarez ('27 )
2-0 Arturo Vidal ('32 )
3-0 Ousmane Dembele ('35 )
4-0 Lionel Andres Messi ('78 )
Rautt spjald: ,Ousmane Dembele, Barcelona ('87)Ronald Araujo, Barcelona ('89)

Barcelona lék sér að Sevilla er liðin áttust við í spænsku deildinni í kvöld en Barcelona fór með 4-0 sigur af hólmi. Tveir leikmenn Börsunga fengu reisupassann undir lok leiks.

Luis Suarez kom Barcelona yfir á 27. mínútu eftir sendingu frá portúgalska bakverðinum Nelson Semedo áður en Arturo Vidal tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar, aftur eftir frábæran undirbúning frá Semedo og Arthur.

Franski vængmaðurinn OUsmane Dembele gerði þriðja markið á 35. mínútu. Önnur stoðsending Arthur í leiknum. Örugg forysta í hálfleik og Barcelona að sigla sigrinum heim.

Lionel Messi gerði fyrsta mark sitt á tímabilinu svo á 78. mínútu en hann hefur verið mikið fjarverandi í upphafi leiktíðar vegna meiðsla.

Tveir leikmenn Barcelona fengu rauða spjaldið undir lok leiks en Ronald Araujo var vísað af velli fyrir brot á Chicharito áður en hann vísaði Dembele einnig útaf en hann virtist þó móðga dómara leiksins. Börsunga því tveimur mönnum færri síðustu mínútur leiksins.

Það kom þó ekki að sök og 4-0 sigur Börsunga í höfn. Liðið er í 2. sæti með 16 stig, tveimur stigum á eftir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner