Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. október 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varð fyrir kynþáttafordómum eftir tæklingu á Salah
Hamza Choudhury.
Hamza Choudhury.
Mynd: Getty Images
Hamza Choudhury, miðjumaður Leicester, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir leik Liverpool og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leicester hefur tilkynnt það til lögreglu.

„Okkur blöskrar þessi ummæli og hefur félagið tilkynnt þau til lögreglu og til samfélagsmiðilsins þar sem þau voru sett fram," sagði talsmaður Leicester, en félagið sækist eftir því að þeir sem ábyrgir eru fái hæstu mögulegu refsingu.

Choudhury kom inn á sem varamaður seint í leiknum í gær og fékk hann gult spjald fyrir tæklingu á Mohamed Salah. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi fá rautt spjald á Choudhury, en Salah haltraði af velli.

Í ágúst lenti Matt Ritchie í harðri tæklingu frá Choudhury. Hann meiddist á ökkla og hefur frá síðan þá. Steve Bruce, stjóri Newcastle, gagnrýndi Hamza, en Brendan Rodgers, stjóri Leicester, kom honum til varnar.

„Hamza er mjög einlægur og góður strákur, hann var klárlega ekki að reyna að meiða neinn. Hann myndi aldrei gera þetta viljandi, hann er mjög heiðarlegur leikmaður og ég vil rækta það í honum," sagði Rodgers.

Marcus Rashford og Paul Pogba, leikmenn Manchester United, og Tammy Abraham og Kurt Zouma, leikmenn Chelsea, eru á meðal leikmanna sem hafa orðið fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner