Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   sun 06. október 2024 21:26
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa, það er ekki hægt að segja annað. Þetta var eins svekkjandi endir og var hægt. Þetta er mjög slæm tilfinning.“ sagði Ásgeir Eyþórsson, fyrirliði Fylkis í fjarveru Ragnars Braga, eftir 2-2 jafntefli við HK í Kórnum sem gerir það að verkum að Fylkir er fallið í Lengjudeildina.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

 Ásgeiri fannst skrítið hvað það var miklu bætt við en það voru 6 mínútur í uppbótartíma og jöfnunarmarkið kom eftir uppgefinn uppbótartíma.

Auðvitað settu þeir einhverja pressu á okkur. Mér fannst sérstakt að það var bætt 8 mínútum við. Mér fannst ekki svona miklar tafir í seinni hálfleiknum og sérstaklega í uppbótartímanum. Það var ekki ein skipting eða neitt og það að hann fer tvær mínútur fram yfir hann, ég veit ekki alveg hvernig þeir fá það út. Mér fannst ekkert mikið í loftinu, bara stress þegar það munar einu marki og mikið undir. Þetta er bara svona.“

Hvernig er tilfinningin núna eftir fallið og hafa verið í þessari baráttu í allt sumar?

Þetta er grautfúlt. Þetta hefur verið þungt sumar, það er ekki hægt að segja annað. Við erum búnir að vera ekki í þeirri baráttu sem við höfum verið í. Eins og þetta var komið vildum við gefa þessu meiri séns. Maður hafði alltaf trú á þessu hérna í lokin ef við hefðum náð sigri væri þetta séns en við breytum því ekki núna.

Hvernig lítur framhaldið núna út hjá hópnum og Ásgeiri persónulega líka?

Ég er lítið búinn að pæla í því. Við eigum tvo leiki eftir og við þurfum að klára þá almennilega. Við erum ekkert að fara að hætta þetta núna, við verðum að enda þetta mót vel.

Ásgeir segir að það sé mikilvægt að klára tímabilið á sigri til að ná sjálfstrausti í hópinn.

Fyrir hópinn er mikilvægt að enda tímabilið vel að fá smá sjálfstraust. Auðvitað er þetta grautfúlt, það hafa verið fínar frammistöður í úrslitakeppninni en stigin hafa ekki verið að detta með okkur. Við þurfum að klára þetta vel og ná í einn til tvo sigra.“ sagði Ásgeir að lokum.

Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner