Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 06. október 2024 21:26
Sölvi Haraldsson
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa, það er ekki hægt að segja annað. Þetta var eins svekkjandi endir og var hægt. Þetta er mjög slæm tilfinning.“ sagði Ásgeir Eyþórsson, fyrirliði Fylkis í fjarveru Ragnars Braga, eftir 2-2 jafntefli við HK í Kórnum sem gerir það að verkum að Fylkir er fallið í Lengjudeildina.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

 Ásgeiri fannst skrítið hvað það var miklu bætt við en það voru 6 mínútur í uppbótartíma og jöfnunarmarkið kom eftir uppgefinn uppbótartíma.

Auðvitað settu þeir einhverja pressu á okkur. Mér fannst sérstakt að það var bætt 8 mínútum við. Mér fannst ekki svona miklar tafir í seinni hálfleiknum og sérstaklega í uppbótartímanum. Það var ekki ein skipting eða neitt og það að hann fer tvær mínútur fram yfir hann, ég veit ekki alveg hvernig þeir fá það út. Mér fannst ekkert mikið í loftinu, bara stress þegar það munar einu marki og mikið undir. Þetta er bara svona.“

Hvernig er tilfinningin núna eftir fallið og hafa verið í þessari baráttu í allt sumar?

Þetta er grautfúlt. Þetta hefur verið þungt sumar, það er ekki hægt að segja annað. Við erum búnir að vera ekki í þeirri baráttu sem við höfum verið í. Eins og þetta var komið vildum við gefa þessu meiri séns. Maður hafði alltaf trú á þessu hérna í lokin ef við hefðum náð sigri væri þetta séns en við breytum því ekki núna.

Hvernig lítur framhaldið núna út hjá hópnum og Ásgeiri persónulega líka?

Ég er lítið búinn að pæla í því. Við eigum tvo leiki eftir og við þurfum að klára þá almennilega. Við erum ekkert að fara að hætta þetta núna, við verðum að enda þetta mót vel.

Ásgeir segir að það sé mikilvægt að klára tímabilið á sigri til að ná sjálfstrausti í hópinn.

Fyrir hópinn er mikilvægt að enda tímabilið vel að fá smá sjálfstraust. Auðvitað er þetta grautfúlt, það hafa verið fínar frammistöður í úrslitakeppninni en stigin hafa ekki verið að detta með okkur. Við þurfum að klára þetta vel og ná í einn til tvo sigra.“ sagði Ásgeir að lokum.

Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner