Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Cardiff áfram á botninum eftir jafntefli í Bristol
Calum Chambers lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Cardiff.
Calum Chambers lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Cardiff.
Mynd: Cardiff
Bristol City 1 - 1 Cardiff
0-1 Ollie Tanner ('54)
1-1 Luke McNally ('73)

Bristol City tók á móti Cardiff í eina leik dagsins í ensku Championship deildinni og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik.

Ollie Tanner tók forystuna fyrir Cardiff snemma í síðari hálfleik en Luke McNally tókst að gera jöfnunarmark á 73. mínútu.

Leikurinn var áfram jafn eftir leikhlé þar sem bæði lið áttu mikið af marktilraunum en þær voru flestar fyrir utan teig og enduðu ýmist í varnarmönnum andstæðingsins eða hittu ekki á markrammann.

Lokatölur urðu því 1-1 og er Bristol komið með 11 stig eftir 9 umferðir á meðan Cardiff situr í fallsæti með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner