Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
banner
   sun 06. október 2024 12:40
Sölvi Haraldsson
Hræddur um álitið á sér ef Ten Hag verður rekinn
Ruud Van Nistelrooy.
Ruud Van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images

Ruud Van Nistelrooy, aðstoðarþjálfari Manchester United, er líklegastur að taka við United skyldi Ten Hag vera rekinn. Hann hefur áhyggjur af því að álitið á honum eftir að Ten Hag verði mögulega rekinn séu þau að hann sé maðurinn sem stakk Ten Hag í bakið.


Hann er sagður ekki vilja vera maðurinn sem er ástæðan fyrir því að Ten Hag sé rekinn, skyldi það gerast. 

Í seinusut viku ásakaði fyrrum leikmaður Arsenal, Martin Keown, Van Nistelrooy um að vera að bíða eftir að Ten Hag verði rekinn svo hann geti tekið við af honum. 

Margir stuðningsmenn United eru búnir að missa trúna á Ten Hag og vilja að stjórn Man Utd láti hann fara. Nistelrooy er líkt og áður kom fram líklegastur til að taka við af Ten Hag en stuðningsmenn United vilja helst fá hann við stjórnvölin sem fyrst.

United er í 14. sæti deildarinnar og eiga leik við Aston Villa á Villa Park klukkan 13:00, eftir tæpan klukkutíma. En margir segja að það gæti verið seinasti leikur Ten Hag sem stjóri Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner