Heldur betur, sérstaklega miðað við erfiða byrjun. Það var þungt að fá á sig mark í fyrstu sókn. Ég hafði pínu áhyggjur af því, sérstaklega hvernig síðustu leikir hafa verið hjá okkur. Tvö töp sem við erum að koma úr þannig að ég hafði pínu áhyggjur af því en þær áhyggjur reyndust óþarfar. sagði ánægður Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir góðan 4 - 1 sigur á FH í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 4 - 1 FH
Já auðvitað er það eina markmiðið sem er eftir í keppninni það er þetta þriðja sæti fyrir okkur þannig að við berjumst í því alveg þangað til dómarinn flautar af og þangað til mótið er búið. Á meðan við eigum ennþá séns að þá berjumst við auðvitað fyrir því en það er auðvitað marklaust úrslit í öðrum leikjum ef við vinnum ekki okkar leiki og það gerðum við virikilega vel í dag.
Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan og meðal annars um mögulegar styrkingar fyrir næsta tímabil.