„Við vorum kannski pínu þungir í leiknum, eðlilega. Við hleyptum þessu svolítið upp í vitleysu í lokin og það hentar Stjörnunni betur en okkur, við erum ekki þannig lið. Við verðum bara að taka þessu stigi úr því sem komið er." Sagði Óskar Örn Hauksson leikmaður Víkinga eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
Víkingar spiluðu Evrópuleik síðasta fimmtudag og eins og Óskar segir þá voru þeir nokkuð þungir í leiknum í dag.
„Við vorum bara þungir í leiknum, hverju sem því er að kenna. Á endanum bara gott stig og þetta leit ekki vel út þarna í lokin, en á endaunum náðum við að kreysta út þetta stig. Það gæti reynst okkur vel á endanum.
Óskar er orðinn fertugur og flestir fótboltamenn eru búnir að leggja skóna á hilluna á hans aldri. Það er hann hinsvegar ekki búinn að gera og hann er enn að skila í efstu deild. Mark og stoðsending fyrir hann í dag.
„Ég er þarna inn á vellinum af því ég get eitthvað í fótbolta. Á meðan svo er og ég get nýst liðinu þá bara held ég áfram að reyna að gera það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.