Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   sun 06. október 2024 20:10
Sölvi Haraldsson
Rúnar búinn að stýra sínum síðasta leik hjá Fylki (Staðfest)
Rúnar Páll hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Fylki.
Rúnar Páll hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, er búinn að stýra sínum síðasta leik hjá Fylki. Rúnar fékk beint rautt spjald í dag eftir jöfnunarmark HK í blálokin og fer því í tveggja leikja bann þar sem þetta er annað rauða spjaldið hans á leiktíðinni. Það eru tveir leikir eftir af Bestu deildinni og Rúnar Páll mun ekki stýra Fylki í þeim leikjum.

Rúnar greindi frá því í viðtali við Fótbolti.net eftir leik að hann muni ekki heldur halda áfram með liðið eftir leiktíðina. Því var þetta hans seinasti leikur með Fylkisliðinu.


Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Rúnar er á þriðja heila tímabilinu sínu með Fylkisliðið en hann féll með liðinu árið 2021 eftir að hafa tekið við því á seint á tímabilinu í erfiðri stöðu í deildinni. Hann kom Árbæingum strax aftur upp í deild þeirra bestu fyrir tveimur árum og gerði vel í fyrra, 8. sæti.

Fylkir þurfti að vinna í dag gegn HK á útivelli en þeir gerðu jafntefli þar sem jöfnunarmark HK kom eftir uppgefinn uppbótartíma og Rúnar var allt annað en sáttur eftir leik og fékk beint rautt. Hann greindi frá því í viðtali við Fótbolti.net eftir leik að hann myndi ekki halda áfram með liðinu eftir tímabilið.

Þetta er síðasta tímabilið mitt með Fylki, það er bara eins og það er. Nú segi ég þetta gott. Ég er búinn að vinna hérna í þrjú ár með frábæru fólki og frábærum leikmönnum, frábær klúbbur að mörgu leyti sem ég kveð með söknuði. Ég klára þessa viku með Fylki svo skilja bara leiðir.“ sagði Rúnar Páll í viðtali við Fótbolti.net eftir leik.


Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 25 8 7 10 38 - 46 -8 31
2.    Fram 25 8 6 11 36 - 43 -7 30
3.    KR 25 7 7 11 48 - 49 -1 28
4.    Vestri 25 6 7 12 30 - 48 -18 25
5.    HK 25 6 4 15 32 - 63 -31 22
6.    Fylkir 25 4 6 15 29 - 58 -29 18
Athugasemdir
banner
banner