Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 06. nóvember 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur Íslands: Mikael og Jón Dagur detta út
Icelandair
Íslenska liðið er á leið í risaleik í Ungverjalandi á fimmtudaginn.
Íslenska liðið er á leið í risaleik í Ungverjalandi á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Ungverjalandi í sæti í umspili á EM sem og Englandi og Danmörku í Þjóðadeildinni.

Hamren velur minni hóp en í síðasta landsliðsverkefni en þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson detta út. Búast má við að þeir verði með U21 landsliðinu sem á mikilvægan leik gegn Ítalíu á fimmtudaginn í baráttunni um sæti á EM.

Allir leikmenn eru heilir heilsu og klárir í stórleikinn við Ungverja.
Leikurinn í Búdapest er á dagskrá á fimmtudaginn en Ísland heimsækir síðan Danmörku sunnudaginn 15. nóvember og England á Wembley miðvikudaginn 18. nóvember.

„Þetta er leikur sem við höfum beðið eftir síðan í mars og við viljum fara á EM, það er klárt. Það eru mikil gæði, reynsla, hungur og hugarfar í hópnum," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Ungverjum.

Landsliðshópur Íslands

Markverðir
Hannes Þór Halldórsson | Valur | 72 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 6 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiakos | 16 leikir

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson | Valur | 93 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 17 leikir, 1 mark
Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 96 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 33 leikir, 3 mörk
Kári Árnason | Víkingur R. | 85 leikir, 6 mörk
Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 17 leikir, 2 mörk
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 74 leikir
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva | 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 20 leikir

Miðjumenn
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva | 10 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason | Malmö | 37 leikir, 5 mörk
Birkir Bjarnason | Brescia | 89 leikir, 13 mörk
Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 28 leikir, 1 mark
Gylfi Sigurðsson | Everton | 76 leikir, 24 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 76 leikir, 8 mörk
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 89 leikir, 2 mörk

Sóknarmenn
Viðar Örn Kjartansson | Valerenga | 27 leikir, 3 mörk
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 52 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 59 leikir, 26 mörk
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 15 leikir, 3 mörk
Alfreð Finnbogason | Augsburg | 59 leikir, 15 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner