Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mið 06. nóvember 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Mings fær einn í einkunn - Merino og Raya slakir í liði Arsenal
Tyrone Mings kostaði Villa leikinn
Tyrone Mings kostaði Villa leikinn
Mynd: EPA
Mikel Merino var með slökustu mönnum Arsenal
Mikel Merino var með slökustu mönnum Arsenal
Mynd: Getty Images
Tyrone Mings, varnarmaður Aston Villa, fær aðeins einn í einkunn frá Sky Sports fyrir frammistöðuna í 1-0 tapinu gegn Club Brugge í Meistaradeildinni í kvöld.

Mings var sökudólgurinn í marki Club Brugge. Emiliano Martinez tók markspyrnu með því að senda boltann stutt á Mings sem ákvað að taka boltann upp með höndum og stilla honum upp fyrir Martinez.

Dómarinn taldi boltann vera í leik og dæmdi því hendi og víti á Mings. Hans Vanaken skoraði úr vítinu og tryggði Brugge sigurinn.

Mings fékk því einn í einkunn og var lang slakasti leikmaður Villa en hér fyrir neðan má sjá einkunnir úr leiknum.

Club Brugge: Mignolet (6); Seys (7), Ordonez (7), Mechele (7), De Cuyper (7); Nielsen (6), Vanaken (9) , Jashari (7); Skov Olsen (7), Jutgla (7), Tzolis (7).
Varamenn: Tabli (6), Vetlesen (6), Meijer (6), Vermant (6)

Aston Villa: Martinez (5); Diego Carlos (4), Konsa (6), Mings (1), Maatsen (5); Kamara (6), Tielemans (6); McGinn (4), Rogers (6), Bailey (4); Watkins (4)
Varamenn: Duran (6), Ramsey (5), Torres (6).

David Raya og Mikel Merino voru báðir með fimm í liði Arsenal sem tapaði fyrir Inter, 1-0, í Mílanó.

Inter: Sommer (7), Pavard (7), De Vrij (7), Bisseck (8), Dumfries (8), Frattesi (6), Calhanoglu (8), Zielinski (7), Darmian (7), Taremi (6), Martinez (6).
Varamenn: Di Marco (6), Barella (6), Thuram (6), Mkhitaryan (6), Asllani (6).

Arsenal: Raya (5), White (6), Saliba (6), Gabriel (6), Timber (6), Saka (6), Partey (6), Merino (5), Martinelli (7), Trossard (6), Havertz (6).
Varamenn: Nwaneri (6), Zinchenko (6), Odegaard (6), Jesus (6).

Franski varnarmaðurinn Jules Kounde var bestur í 5-2 sigri Barcelona á Rauðu stjörnunni.

Einkunnir Barcelona gegn Rauðu stjörnunni: Pena (6), Kounde (9), Cubarsi (6), Martínez (8), Martin (6), De Jong (8), Pedri (7), Casado (8), Yamal (7), Lewandowski (7), Raphinha (8).
Varamenn: Olmo (6), Fermin (7), Gavi (6), Sergi (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner