Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. desember 2019 13:35
Magnús Már Einarsson
Ajax sagt undirbúa mettilboð í Kristian Nökkva
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Blikar.is
Ajax er að undirbúa tilboð í Kristian Nökkva Hlynsson, leikmann Breiðabliks, en Dr. Football greinir frá þessu í dag.

Að sögn Dr. Football er um að ræða „mettilboð" fyrir ungan leikmann.

Kristian Nökkvi er 15 ára gamall en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-Max deildinni í lokaumferðinni gegn KR.

Í síðasta mánuði fór Kristian í annað skipti til Ajax á reynslu en hann hefur einnig farið til reynslu hjá þýska stórveldinu Bayern München og hjá danska liðinu Nordsjælland.

Kristian á átta leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann skorað í þeim leikjum tvö mörk. Hann er sóknarsinnaður leikmaður sem nýtur sín best fremstur á miðju.

Kristian er yngsti leikmaður (15 ára og 248 daga gamall) í sögu Breiðabliks til þess að spila leik í efstu deild karla. Eldri bróðir Kristians, Ágúst Eðvald Hlynsson, átti það félagsmet áður en Kristian sló metið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner