Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 06. desember 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía um helgina - Stórleikur í beinni í kvöld
15. umferðin í ítölsku Seríu A fer fram um helgina. Umferðin hefst á stórleik þegar Inter fær Roma í heimsókn í kvöld.

Roma hefur unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum, liðið situr í fjórða sæti. Heimamenn í Inter eru í toppsæti deildarinnar stigi fyrir ofan Juventus sem situr í öðru sætinu.

Umræðan fyrir leik kvöldsins hefur snúist um fyrirsögn Corriere dello Sport á forsíðu blaðsins sem birtist í gær: 'Svartur Föstudagur'.

Inter hefur sigrað átta af síðustu tíu leikjum sínum og fáum liðum hefur tekist að stöðva Romelu Lukaku og Lautaro Martinez í framlínu liðsins. Chris Smalling, lánsmaður frá Manchester United hjá Roma, reynir að stöðva fyrrum liðsfélaga sinn, Lukaku, í leiknum í kvöld.

Sjá einnig:
Smalling: Forsíðan særandi - Ritstjórar verða að taka ábyrgð
Lukaku: Heimskasta fyrirsögn sem ég hef séð

Á laugardag mæta Napoli, Atalanta, Lazio og Juventus til leiks og umferðinni lýkur með sex leikjum á sunnudag. Nánar verður hitað upp fyrir leiki laugardags og sunnudags að morgni leikdags.

Sería A 15. umferð:
föstudagur 6. desember
19:45 Inter - Roma (Stöð 2 Sport)

laugardagur 7. desember
14:00 Atalanta - Verona
17:00 Udinese - Napoli (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Lazio - Juventus (Stöð 2 Sport 2)

sunnudagur 8. desember
11:30 Lecce - Genoa
14:00 Spal - Brescia
14:00 Torino - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Sassuolo - Cagliari
17:00 Sampdoria - Parma (Stöð 2 Sport3)
19:45 Bologna - Milan (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner