Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fös 06. desember 2024 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter ekki í vandræðum með nýliða Parma
Marcus Thuram skoraði þriðja mark Inter
Marcus Thuram skoraði þriðja mark Inter
Mynd: EPA
Inter 3 - 1 Parma
1-0 Federico Dimarco ('40 )
2-0 Nicolo Barella ('56 )
3-0 Marcus Thuram ('67 )
3-1 Matteo Darmian ('81 , sjálfsmark)

Ítalíumeistarar Inter unnu öruggan 3-1 sigur á nýliðum Parma í 15. umferð Seríu A á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó í kvöld.

Armenski leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan átti flottan leik með Inter og tókst að leggja upp tvö.

Hann átti stoðsendingua á Federico DiMarco á 40. mínútu áður en hann lagði upp annað markið fyrir Nicolo Barella snemma í síðari hálfleik.

Franski sóknarmaðurinn Marcus Thuram kláraði síðan dæmið með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Hornspyrnan kom á nær á Yan Bisseck sem framlengdi boltann á fjær á Thuram sem var aleinn á auðum sjó og eftirleikurinn auðveldur.

Allt stefndi í fullkomna frammistöðu en níu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma setti Matteo Darmian boltann í eigið net. Dennis Man kom sér inn í teiginn og ætlaði Darmian að koma í veg fyrir að hann næði að koma boltanum á markið, en í staðinn potaði hann boltanum framhjá Yann Sommer og í eigið mark.

Leiðinlegur endir á annars góðum leik hjá Inter sem er í 3. sæti með 31 stig en Parma í 12. sæti með 15 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner