Lionel Messi, leikmaður Inter Miami í Bandaríkjunum, var valinn besti leikmaður ársins (MVP) í MLS-deildinni í ár en þetta tilkynnti félagið í dag.
Messi, sem er 37 ára gamall, var besti leikmaður deildarkeppninnar með 20 mörk og 10 stoðsendingar ásamt því að skora og leggja upp í MLS-bikarnum.
Inter Miami varð deildarmeistari í fyrsta sinn og setti stigamet í deildinni en datt óvænt úr leik í fyrstu umferð í útsláttarkeppninni.
Hann var þrátt fyrir það valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á óvæntri athöfn á Chase-leikvanginum í Fort Lauderdale í dag.
„Ég er ótrúlega ánægður með hvern einasta dag sem ég eyði hér og er ánægður að vera í þessari borg og hjá félagi sem heldur áfram að vaxa með hverjum deginum. Ég hefði viljað fá þessi verðlaun við öðruvísi aðstæður og geta spilað úrslitaleikinn sem fer fram á laugardag, en þetta er það sem fótboltinn snýst um, að geta bætt sig á hverjum degi. Við áttum okkur þann stóra draum að verða MLS-meistarar í ár, en það varð ekkert úr því. Á næsta ári komum við sterkari til baka og reynum aftur,“ sagði Messi.
Introducing the 2024 Landon Donovan @MLS Most Valuable Player - Leo Messi ???? Inspirando a la @InterMiamiAcad dentro y fuera de la cancha ? pic.twitter.com/UQGnCb41Ht
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) December 6, 2024
Athugasemdir