Aston Villa er í leit að sóknarmanni eftir að Wesley meiddist illa og verður ekki meira með á tímabilinu.
The Telegraph segir að Villa horfi til Ítalíu og séu með Krzysztof Piatek, AC Milan, og Gregoire Defrel, Sassuolol, á blaði hjá sér.
Leikmennirnir hafa ekki fundið sig á þessu tímabili, eru samtals með fimm mörk.
The Telegraph segir að Villa horfi til Ítalíu og séu með Krzysztof Piatek, AC Milan, og Gregoire Defrel, Sassuolol, á blaði hjá sér.
Leikmennirnir hafa ekki fundið sig á þessu tímabili, eru samtals með fimm mörk.
Talið er ólíklegt að Vila nái að fá Piatek í janúarglugganum en AC Milan er ekki með mikla breidd sóknarlega þrátt fyrir endurkomu Zlatan Ibrahimovic.
Calciomercato.com segir að Newcastle United og Bayer Leverkusen hafi einnig áhuga á Piatek en segja að leikmaðurinn hafi ekki áhuga á að yfirgefa Milan á miðju tímabili.
Piatek skoraði fjölda marka á síðasta tímabili en hefur ekki fundið sig eins vel á yfirstandandi tímabili.
Athugasemdir