Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. janúar 2020 09:26
Magnús Már Einarsson
Félög í Svíþjóð og Tyrklandi vilja fá Viðar
Mynd: Eyþór Árnason
Framherjinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á förum frá Rubin Kazan í Rússlandi en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Viðar er samningsbundinn Rostov þar í landi en hann er á láni hjá Rubin Kazan í augnablikinu.

Viðar sagði við Morg­un­blaðið í gær að staðan væri dá­lítið flók­in hjá sér en staðfesti að áhugi væri fyr­ir hendi frá fé­lög­um í Tyrklandi, Svíþjóð og fleiri lönd­um.

Það væri ekk­ert leynd­ar­mál að fót­bolt­inn í Rússlandi hentaði sér ekki vel og hann langaði til að kom­ast í lið sem væri í topp­bar­áttu og spilaði sókn­ar­fót­bolta.

Morgunblaðið segir að Malmö og Hammarby vilji bæði fá Viðar í sínar raðir.

Viðar skoraði 14 mörk í 20 leikjum með Malmö árið 2016 áður en hann fór til Maccabi Tel Aviv. Síðastliðið sumar skoraði hann sjö mörk í fimmtán leikjum á láni hjá Hammarby.
Athugasemdir
banner
banner