Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 07. janúar 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Myndi aldrei taka við United eða Real
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola var spurður hvort hann myndi nokkurn tímann hugleiða það að taka við Manchester United og svaraði því neitandi.

Hvað ef ekkert annað starf væri í boði? Samt nei, og það sama gildir um Real Madrid.

„Eftir að hafa þjálfað City þá mun ég aldrei þjálfa United. Þetta er alveg eins og ég myndi aldrei þjálfa Madrid. Alls ekki," svaraði Guardiola.

„Ef þetta væri eina starfið? Þá væri ég á Maldíveyjum. Eða kannski ekki Maldíveyjum því það er ekki nógu mikið af golfvöllum þar."

Guardiola hefur einnig stýrt FC Bayern á stjóraferlinum og því ólíklegt að hann myndi taka við Borussia Dortmund.

Þetta er frábrugðið öðrum stjórum eins og til dæmis Jose Mourinho sem tók við Tottenham þrátt fyrir að hafa verið við stjórnvölinn hjá Chelsea í nokkur ár.

Man City heimsækir Man Utd í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner