Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 07. janúar 2020 08:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool staðfestir samning við Nike
Liverpool staðfesti í dag að félagið muni leika í búingum frá Nike frá og með næsta sumri.

Liverpool hefur undanfarin ár leikið í búningum frá New Balance síðan árið 2015 en nú verður breyting á.

New Balance taldi vera ár eftir af samningi sínum en það mál fór fyrir dómstóla fyrir áramót og Liverpool vann valið.

Samningurinn við Nike gildir til næstu ára en í yfirlýsingu staðfestir Liverpool þó ekki nákvæma lengd samningsins.

Talið er að Liverpool fái 30 milljónir punda á ári fyrir samninginn.

Fleiri breytingar verðar hjá Liverpool næsta sumar en þá færir liðið sig yfir á nýtt og glæsilegt æfingasvæði.
Athugasemdir
banner
banner