Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   þri 07. janúar 2020 12:18
Elvar Geir Magnússon
Reiðir stuðningsmenn heimta að hann selji Sunderland
Stewart Donald eigandi Sunderland er að reyna að selja félagið. Óánægja stuðningsmanna hefur farið vaxandi og kallað hefur verið eftir því að eigendaskipti eigi sér stað.

Þetta stóra félag hefur verið í miklum vandræðum síðustu ár en liðið er nú í 9. sæti C-deildarinnar, stigi frá umspilssæti.

Stuðningsmenn Sunderland hafa verið í herferð á samfélagsmiðlum og félagið hefur nú tilkynnt að Donald ætli að verða að ósk þeirra og stefni á að selja félagið.

Í raun hefur Donald verið að leita eftir mögulegum kaupanda síðustu mánuði og hefur verið nálægt því að selja félagið oftar en einu sinni.

Það sem flækir málin er 9 milljóna punda lán sem Sunderland fékk frá bandarískum fjárfestum. Ef lánið verður ekki greitt til baka gæti Sunderland sjálfkrafa farið í hendur Bandaríkjamannana á næsta tímabili.

Sú ákvörðun Donald að ráða Phil Parkinson sem knattspyrnustjóra féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum. Donald hefur kallað eftir samstöðu og stuðningi.

„Við erum að leggja fjármagn í að styðja við stjórann og stefnan er sett á að styrkja liðið á næstu vikum. Ég vil biðja stuðningsmenn um að sameinast í stuðningi við leikmenn og þjálfarateymi," segir Donald.
Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stockport 14 8 4 2 22 14 +8 28
2 Bradford 14 7 6 1 23 16 +7 27
3 Cardiff City 13 8 2 3 21 11 +10 26
4 Stevenage 13 8 2 3 18 11 +7 26
5 Lincoln City 14 7 4 3 18 11 +7 25
6 Wimbledon 14 8 1 5 19 15 +4 25
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Bolton 14 6 5 3 19 15 +4 23
8 Mansfield Town 14 6 4 4 21 15 +6 22
9 Huddersfield 13 6 1 6 18 18 0 19
10 Luton 13 6 1 6 15 15 0 19
11 Barnsley 12 5 3 4 18 17 +1 18
12 Rotherham 14 5 3 6 15 18 -3 18
13 Reading 15 4 6 5 16 19 -3 18
14 Doncaster Rovers 14 5 3 6 13 19 -6 18
15 Wigan 14 4 5 5 17 18 -1 17
16 Leyton Orient 14 5 2 7 21 23 -2 17
17 Northampton 14 5 2 7 10 13 -3 17
18 Wycombe 14 4 4 6 18 16 +2 16
19 Exeter 14 5 1 8 14 14 0 16
20 Burton 14 4 4 6 13 18 -5 16
21 Port Vale 14 3 4 7 11 15 -4 13
22 Plymouth 14 4 1 9 17 25 -8 13
23 Blackpool 14 3 3 8 13 22 -9 12
24 Peterboro 13 3 1 9 10 22 -12 10
Athugasemdir
banner
banner