lau 07. janúar 2023 11:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deschamps áfram með franska landsliðið (Staðfest)
Mynd: EPA

Dider Deschamps kom franska landsliðinu í úrslit á HM í Katar þar sem liðið tapaði að lokum gegn Argentínu.


Vangaveltur voru um framtíð hans hjá franska sambandinu eftir mótið en nú hefur verið staðfest að hann sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Sá samningur gildir til ársins 2026.

Deschamps tók við liðinu árið 2012 og hefur á þeim tíma unnið HM 2018 og Þjóðadeildina 2021. Þá fór hann í úrslit á EM 2016 og nú á HM 2022.

Hann mun því stýra landsliðinu á næstu tveimur stórmótum, EM á næsta ári sem haldið verður á 10 stöðum um alla Evrópu og HM 2026 sem haldið verður í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada.


Athugasemdir
banner