Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 07. febrúar 2021 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foden birtir skemmtilega mynd: Var boltastrákur hjá Man City
Phil Foden átti stórleik fyrir Manchester City þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Liverpool í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með 4-1 sigri City og skoraði Foden fjórða og síðasta mark City í leiknum.

Sjá einnig:
Einkunnir Liverpool og Man City: Frábær Foden - Alisson fær tvist

Íslandsvinurinn Foden er aðeins tvítugur að aldri og ljóst að hann á mikla og góð framtíð fyrir höndum.

Hann er Manchester City maður í húð og hár en hann gekk fyrst í raðir félagsins þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall.

Foden birti skemmtilega samsetta mynd á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld þar sem má sjá hversu langt hann er kominn. Hann var boltastrákur á leik hjá City fyrir nokkrum árum og í kvöld skoraði hann fyrir sitt lið á Anfield.

Hér fyrir neðan má sjá myndina.


Athugasemdir
banner