Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2021 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Tíu sigrar í röð, magnað - Ederson gæti tekið næstu spyrnu
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Þetta er risastór sigur fyrir okkur," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Þetta eru á endanum bara þrjú stig í viðbót en ég tek það inn í myndina að við unnum eftir að við klúðruðum vítaspyrnu og eftir að þeir jöfnuðu. Það hvernig við brugðumst við, það gerði gæfumuninn."

Phil Foden skoraði fjórða mark Man City og hann átti mjög flottan leik. „Við vitum að hann er með gríðarlega hæfileika en hann er enn ungur og vonandi skilur hann að hann getur bætt sig enn meira."

„Þetta er mikilvægur sigur en það er febrúar. Bilið í fimmta sæti er stórt og það veit á gott varðandi Meistaradeildina. Tíu sigrar í röð (í deildinni), það er magnað. Í kvöld tölum við um það en á morgun förum við að hugsa um næsta leik."

Ilkay Gundogan klikkaði á vítapunktinum í stöðunni 0-0. Guardiola segist ætla að hugsa um hver tekur næstu vítaspyrnu. „Þetta er vandamál. Á mikilvægum augnablikum megum við ekki klúðra."

„Ég ætla að hugsa um Ederson (markvörð liðsins), hann gæti tekið næstu vítaspyrnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner