Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2021 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Tvö jafntefli og öruggur sigur Tindastóls
Kristinn gerði tvennu fyrir Dalvík/Reyni.
Kristinn gerði tvennu fyrir Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Jacqueline Altschuld.
Jacqueline Altschuld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það voru þrír leikir í Kjarnafæðismótinu fyrir norðan í dag. Einn leikur í A-deild Kjarnafæðismóts karla og tveir leikir í Kjarnafæðismóti kvenna.

Dalvík/Reynir komst í 2-0 gegn Þór 2 þar sem Kristinn Þór Rósbergsson gerði tvenu fyrir Dalvíkinga, en Þórsarar komu til baka undir lokin og náðu að jafna metin.

Þetta var síðasti leikurinn í riðlinum. Dalvík/Reynir hafnar í þriðja sæti riðilsins með tvö stig og Þór 2 í fjórða sæti með eitt stig. KA vinnur riðilinn og mun mæta Þór í úrslitaleik.

Í Kjarnafæðismóti kvenna er Tindastóll á toppnum eftir sannfærandi sigur á Völsungi. Tindastóll vann 4-0 og skoraði tvö mörk í hvorum hálfleiknum. Tindastóll er með sex stig eftir tvo leiki og Völsungur er með eitt stig.

Hamrarnir og Þór/KA 2 gerðu jafntefli í sex marka leik. Hamrarnir eru með eitt stig eftir tvo leiki og Þór/KA 2 með tvö stig eftir þrjá leiki.

A-deild karla - Riðill 1
Dalvík/Reynir 2 - 2 Þór 2
1-0 Kristinn Þór Rósbergsson
2-0 Kristinn Þór Rósbergsson
2-1 Ásgeir Marinó Baldvinsson
2-2 Páll Veigar Ingvason

Kjarnafæðismót kvenna

Hamrarnir 3 - 3 Þór/KA 2
0-1 Friðbjörg Anna Gunnarsdóttir ('15)
0-2 Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir ('18)
1-2 Una Móeiður Hlynsdóttir ('30)
2-2 Jónína Maj Sigurðardóttir ('34)
2-3 Ester Helga Þóroddsdóttir ('60)
3-3 Sonja Björg Sigurðardóttir ('77)

Völsungur 0 - 4 Tindastóll
0-1 Laufey Harpa Halldórsdóttir
0-2 Jacqueline Altschuld
0-3 Jacqueline Altschuld
0-4 Anna Margrét Hörpudóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner