Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. febrúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikur Man Utd og Leeds ekki sýndur í bresku sjónvarpi
Munu Rashford og Shaw fagna á morgun?
Munu Rashford og Shaw fagna á morgun?
Mynd: EPA
Á morgun mætast Manchester United og Leeds í ensku úrvasldeildinni. Talsverður rígur er milli félaganna og því um nokkuð stóran leik að ræða á Englandi. Það breytir ekki þeirri staðreynd að leikurinn verður ekki í beinni útsendingu í bresku sjónvarpi.

Ástæðan fyrir því er sú að leikurinn átti upprunalega að fara fram í september á síðasta ári en var frestað vegna andláts Elísabetar drottningar. Leikurinn átti að fara fram sunnudaginn 18. september og var ekki valinn sem sjónvarpsleikur af Sky Sports.

Sky Sports mun eftir leikinn á morgun sýna það helsta úr leiknum eftir að honum líkur. Reglur úrvalsdeildarinnar eru á þá leiðina að ef leikur er ekki valinn sem sjónvarpsleikur þann daginn sem hann átti að fara fram þá er ekki hægt að breyta þeirri staðreynd þó að honum sé frestað.

Þetta hefur vakið athygli á Bretlandi þar sem þetta er eini leikurinn í úrvalsdeildinni sem fram fer í miðri viku, en reglur eru greinilega reglur.

Íslendingar þurfa þó að hafa litlar áhyggjur þar sem leikurinn verður sýndur á Síminn Sport.

Sjá einnig:
Áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Casemiro fékk - Martial, McTominay og Antony fjarverandi á morgun
Armas, Skubala og Gallardo stýra Leeds gegn Man Utd
Athugasemdir
banner