Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. febrúar 2024 08:50
Elvar Geir Magnússon
Enzo að reyna að losna frá Chelsea - Liverpool hefur rætt við Alonso
Powerade
Enzo Fernandez hefur aðeins skorað fimm mörk og átt þrjár stoðsendingar í 49 leikjum fyrir Chelsea.
Enzo Fernandez hefur aðeins skorað fimm mörk og átt þrjár stoðsendingar í 49 leikjum fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Savio færist nær Man City.
Savio færist nær Man City.
Mynd: EPA
Kimmich er orðaður við Man Utd.
Kimmich er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Það vantar ekki slúðurmolana þennan miðvikudaginn. Fernandez, Pochettino, Alonso, Olise, Branthwaite, Savio, Hodgson og fleiri.

Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez (23) íhugar að yfirgefa Chelsea, aðeins einu ári eftir að hann var keyptur til félagsins á 107 milljónir punda og gerði átta og hálfs árs samning. (FootballTransfers)

Leikmenn Chelsea hafa kvartað yfir því að taktísk þjálfun Mauricio Pochettino og hans aðstoðarmanna sé takmörkuð. Leikmenn eru sagðir sjá eftir að hafa gert langtímasamninga við félagið. (Athletic)

Chelsea ætlar að bíða þar til eftir tímabilið með að taka ákvörðun um framtíð Pochettino. (Football.London)

Liverpool hefur sett sig í samband við Xabi Alonso, stjóra Bayer Leverkusen, eftir að Jurgen Klopp tilkynnti ákvörðun sína um að láta af störfum eftir tímabilið. (Footmercato)

Manchester United vill fá unga leikmenn til félagsins í sumar og horfa til þeirra gagna sem standa til boða. Franski vængmaðurinn Michael Olise (22) hjá Crystal Palace og enski varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite (21) eru meðal leikmanna sem United hefur áhuga á að fá. (inews)

Völd Erik ten Hag stjóra Manchester United á leikmannamarkaðnum munu minnka frá og með sumrinu. (Metro)

Manchester City hefur enn ekki gengið frá kaupum á brasilíska vængmanninum Savio (19) sem er hjá spænska félaginu Girona á láni frá Troeys í Frakklandi. Viðræður eru í gangi og þrennumeistararnir vongóðir um að landa samningi. (ESPN)

City þarf að sýna ensku úrvalsdeildinni skjöl um sanngjarna viðskiptahætti varðandi Savio því Troyes er hluti af City Football Group. (Telegraph)

Paris St-Germain mun íhuga að gera tilboð í Marcus Rashford (26) hjá Manchester United ef félagið selur franska sóknarmanninn Kylian Mbappe (25) í sumar. (CaughtOffside)

AC Milan hefur áfram áhuga á enska varnarmanninum Tosin Adarabioyo (26) hjá Fulham. Hann á sex mánuði eftir af samningi sínum og er opinn fyrir því að ræða við erlend félög. (Calciomercato)

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á spænska U17 landsliðsmanninum Pau Cubarsi (17) hjá Barcelona. Hann er með 8,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (ESPN)

Crystal Palace er að skoða framtíð Roy Hodgson (76) í stjórastólnum en gengur erfiðlega að finna rétta manninn sem er tilbúinn að taka við. (Times)

Mason Greenwood (22) er á blaði Atletico Madrid yfir framherja sem félagið íhugar að reyna við í sumar. Greenwood er hjá Getafe á láni frá Manchester United. (Telegraph)

Manchester United er að horfa til leikmanna sem eru að fara inn í lokaár samnings síns í sumar. Joshua Kimmich (28) miðjumaður Bayern München, kanadíski framherjinn Jonathan David (24) hjá Lille og franski miðjumaðurinn Khephren Thuram (22) hjá Nice eru allir undir smásjánni. (ESPN)

Liverpool fylgist með ítalska framherjanum Federico Chiesa (26) hjá Juventus. (HITC)

Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland (23) hefur engar áætlanir um að yfirgefa Manchester City en vangaveltur eru um að hann gæti farið til Real Madrid. (Football Insider)

Arsenal er áfram í samningaviðræðum við enska U19 landsliðsvængmanninn Amario Cozier-Duberry (18) en Newcastle, Ajax, Borussia Dortmund, Wolves og Anderlecht hafa öll sýnt honum áhuga. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur áhuga á sænska U21 landsliðsvængmanninum Roony Bardghji (18) hjá FC Kaupmannahöfn. (Sun)

Ólíklegt er að United bjóði portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (29) talsverða launahækkun þrátt fyrir áhuga frá Sádi-Arabíu. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner