Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. febrúar 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Richards segir frá kynsvalli og partístandi í Ólympíuþorpinu
Micah Richards eftir leik á Ólympíuleikunum.
Micah Richards eftir leik á Ólympíuleikunum.
Mynd: Getty Images
Micah Richards hefur sagt frá því þegar hann tók þátt í Ólympíuleikunum í London 2012. Hann var í breska fóboltalandsliðinu sem féll út í 8-liða úrslitum eftir tap í vítakeppni gegn Suður-Kóreu.

Íþróttafólk frá öllum heimshornum býr saman í nálægð í hinu svokallaða Ólympíuþorpi og segir Richards að lífsstíllinn hafi einkennst af kynsvalli og partístandi.

„Þetta var besta partíið af þeim öllum. Þú ert með marga mismunandi íþróttamenn og mismunandi eintök. Það var allt í þessu þorpi, McDonalds og fullt af veitingastöðum," segir Richards.

„Ég var í herbergi með Daniel Sturridge, við fórum á æfingar og komum svo aftur í þorpið. Við vorum vakandi til 4 um nóttina. Það voru mismunandi svæði; breska liðið í einni blokk, brasilíska, franska... öll þessi lönd. Það var eitt stórt herbergi sem var fullt af smokkum!"

„Það var auðvitað verið að stuðla að öruggu kynlífi og í hreinskilni sagt þá var ég á eldi! Ég var aðeins grennri og í betra formi. Það var sumar og ég labbaði um ber að ofan. Þetta var einn besti tími lífs míns."

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna eru vel meðvitaðir um þá kynlífsmenningu sem ríkir í Ólympíuþorpinu og gríðarlegum fjölda smokka er dreift um.
Athugasemdir
banner
banner
banner