Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mið 07. febrúar 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Stuðningsmenn köstuðu tennisboltum í mótmælaskyni
Robin Gosens
Robin Gosens
Mynd: EPA

Mainz 1 - 1 Union Berlin
1-0 Jonathan Michael Burkardt ('45 )
1-1 Robin Gosens ('45 )


Það var botnbaráttuslagur í Þýskalandi í kvöld þegar Mainz tók á móti Union Berlin.

Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti en Robin Zentner í marki Mainz gerði hrikalega vel að halda markinu hreinu í upphafi leiks.

Sepp Van Den Berg fékk fyrsta færi heimamanna en skalli frá honum var varinn í horn.

Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en undir lokin urðu stuðningsmenn Mainz pirraðir og köstuðu tennis inn á völlinn og leikurinn tafðist.

Þar voru þeir að mótmæla áformum þýskra félaga að selja sjónvarpsréttinn til utanaðkomandi aðila.

Jonathan Burkardt kom Mainz yfir þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik en Robin Gosens jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiksins.

Karim Onisiwo fékk gullið tækifæri til að tryggja Mainz sigur en hann skallaði boltann framhjá fyrir opnu marki. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og því jafntefli niðurstaðan.

Mainz er í 17. og næst neðsta sæti með 12 stig eftir 20 leiki en Union Berlin í 15. sæti með 18 stig.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner