Daníel Hafsteinsson gekk í raðir Víkings í vetur frá KA og hefur spilað með liðinu í undirbúningsleikjum liðsins að undanförnu. Hann spilaði í öllum leikjum liðsins í Reykjavíkurmótinu og spilaði í gær gegn HK í Lengjubikarnum.
Hann er þegar kominn með þrjú mörk í fimm leikjum með Víkingi. Hann hefur verið í stóru hlutverki í síðustu fimm leikjum og spurning hvort hann komi inn í byrjunarlið Víkings fyrir leikinn gegn Panathinaikos í næstu viku. Frá því að Víkingur spilaði síðast keppnisleik hefur félagið selt Gísla Gottskálk Þórðarson til Póllands en Daníel er miðjumaður eins og Gísli.
Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, og var hann spurður út í Daníel.
Hann er þegar kominn með þrjú mörk í fimm leikjum með Víkingi. Hann hefur verið í stóru hlutverki í síðustu fimm leikjum og spurning hvort hann komi inn í byrjunarlið Víkings fyrir leikinn gegn Panathinaikos í næstu viku. Frá því að Víkingur spilaði síðast keppnisleik hefur félagið selt Gísla Gottskálk Þórðarson til Póllands en Daníel er miðjumaður eins og Gísli.
Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, og var hann spurður út í Daníel.
Hvernig hefur Daníel komið inn í hlutina hjá Víkingi og ertu að sjá hann í stóru hlutverki í þessu einvígi?
„Hann er búinn að koma hrikalega flottur inn í þetta, maður hafði séð hann sem lykilmann og aðalmanninn hjá KA-mönnum en hann hefur komið manni á óvart. Þegar maður sér hann á æfingum og sér gæðin sem hann býr yfir dagsdaglega."
„Hann hefur verið vonum framan varðandi hvernig hann hefur komið inn í þetta, verið hrikalega flottur og smellpassar inn í þennan hóp, bæði innan og utan vallar. Ég er virkilega sáttur með hann og ef hann heldur áfram að sýna það sem hann hefur sýnt okkur þá býst ég fastlega við því að hann muni verða í stóru hlutverki hjá okkur," segir Sölvi Geir.
Athugasemdir