Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 12:46
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: Möguleiki á Íslendingaslag í úrslitaleik
Sveindís mætir meisturunum.
Sveindís mætir meisturunum.
Mynd: Getty Images
Búið er að draga í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg munu mæta Barcelona.

Barcelona hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö tímabil, í fyrra vann liðið Lyon í úrslitaleik en árið þar á undan vann það magnaðan endurkomusigur gegn Sveindísi og Wolfsburg í úrslitum.

Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins, er fyrirliði Bayern München sem mun leika gegn Lyon. Sigurliðið í þeim leik mun mæta ensku liði í undanúrslitum.

Fyrri leikirnir verða 18. og 19. mars og þeir seinni viku síðar. Þá er ljóst hvaða lið geta mæst í undanúrslitum í apríl.

8-liða úrslitin:
Real Madrid - Arsenal
Manchester City - Chelsea
Wolfsburg - Barcelona
Bayern München - Lyon

Undanúrslitin:
Real/Arsenal - Bayern/Lyon
City/Chelsea - Wolfsburg/Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner