Víkingar halda til Finnlands á þriðjudag en næsta fimmtudagskvöld spila þeir í Helsinki gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Um er að ræða heimaleik Víkings í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki er spilað á Íslandi þar sem enginn völlur hér á landi uppfyllir þær kröfur sem UEFA gerir á þessu stigi keppninnar.
Víkingar fljúga næsta föstudag svo til Grikklands en þeir mæta Panathinaikos í Aþenu þann 20. febrúar í seinni leik liðanna.
Víkingar fljúga næsta föstudag svo til Grikklands en þeir mæta Panathinaikos í Aþenu þann 20. febrúar í seinni leik liðanna.
„Við förum út til Finnlands á þriðjudaginn og eftir leikinn förum við svo yfir til Grikklands. Við erum búnir að finna þar æfingavelli þar sem við getum æft á milli leikjanna. Við æfum svo á keppnisvelli Panathinaikos daginn fyrir leik," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net.
„Þetta var ákvörðun sem við ákváðum að taka fyrst að við þurfum að fljúga út til Finnlands til að spila heimaleikinn, það hefði verið fullmikið ferðalag að fara fyrst heim áður en við færum út til Grikklands. Þetta var vænlegasti kosturinn," segir Sölvi.
Leikurinn á Helsinki Football Stadium hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma og seinni leikurinn, sem fram fer á Ólympíuvellinum í Aþenu, hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir