Víkingar verða án sex leikmanna þegar liðið mætir Panathinaikos næsta fimmtudags. Sá leikur er fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Liðin mætast þá í Helsinki en Víkingur spilar heimaleik sinn þar vegna þess að enginn völlur á Íslandi uppfyllir kröfur UEFA fyrir þann leik.
Fjórir leikmenn verða frá vegna meiðsla og tveir vegna leikbanns. Róbert Orri Þorkelsson tognaði í leik Víkings gegn HK í gær, Gunnar Vatnhamar glímir við hnémeiðsli, Pablo Punyed er að koma til baka eftir krossbandsslit síðasta sumar og framherjinn Atli Þór Jónasson er meiddur. Þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen eru svo í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda í keppninni.
Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara liðsins, um stöðuna á hópnum.
Fjórir leikmenn verða frá vegna meiðsla og tveir vegna leikbanns. Róbert Orri Þorkelsson tognaði í leik Víkings gegn HK í gær, Gunnar Vatnhamar glímir við hnémeiðsli, Pablo Punyed er að koma til baka eftir krossbandsslit síðasta sumar og framherjinn Atli Þór Jónasson er meiddur. Þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Nikolaj Hansen eru svo í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda í keppninni.
Fótbolti.net ræddi við Sölva Geir Ottesen, þjálfara liðsins, um stöðuna á hópnum.
Gunnar Vatnhamar
„Gunnar er ennþá í brasi með hnéð á sér, hann er að komast af stað en þetta einvígi kemur fullsnemma fyrir hann. Hann er ekkert kominn í fótbolta ennþá og við þurfum að afskrifa hann í þessu einvígi."
Róbert Orri
„Hann tognaði aftan í læri í gær og mun að öllum líkindum ekki ná einvíginu. Það er mjög svekkjandi af því að hann kom virkilega sterkur inn á fyrstu æfingar og leit hrikalega flottur út; greinilega búinn að hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann persónulega að missa af þessu, en þetta er bara hluti af fótboltanum."
„Leikurinn á móti HK átti að vera prófraun hvar hann stæði. Miðað við æfingarnar og góðar niðurstöður úr hlaupatestinu hjá okkur, og það hlaupatest sem hann fór í úti hjá SönderjyskE, þá var hann á flottum stað varðandi formið. Við vildum sjá hvernig boltinn í honum væri eftir smá pásu, en hann fékk því miður bara fimm mínútur."
Pablo Punyed
„Pablo er að koma til baka eftir krossbandsslit, hann er á undan áætlun sem kemur kannski ekki neinum á óvart þar sem hann er mikill fagmaður. Við þurfum að sjá hvenær hann er klár í að spila. Ég ætla ekki að setja neinn tímapunkt á hann, þarf bara að koma í ljós. Það væri óskandi að hann myndi ná einhverjum mínútum fyrir Íslandsmót, en það er engin pressa á það neitt. Hann þarf að finna sjálfur hvenær hann er tilbúinn. Eins og er gengur vel hjá honum og vonandi gengur það vel áfram."
Atli Þór
„Atli kom til okkar í síðasta mánuði og er ennþá á meiðslalistanum. Hann nær ekki þessum leikjum, er í sinni endurhæfingu."
Jón Guðni ekki með í gær
Jón Guðni Fjóluson var þá ekki með gegn HK í gær vegna smávægilegra meiðsla.
„Jón Guðni kom til baka á síðasta tímabili eftir langvarandi meiðsli og stóð sig hrikalega vel. Það er alltaf erfitt að koma inn eftir langa fjarveru. Þetta var stórsigur hjá honum. Hann fann fyrir smávægilegum eymslum í hnénu, en það á ekki að vera alvarlegt."
Einhverjir munu spila stöður sem þeir eru ekki vanir
Þar sem Róbert Orri, Gunnar Vatnhamar og Karl Friðleifur verða ekki með í fyrra leiknum. Er höfuðverkur að púsla saman varnarlínunni?
„Auðvitað værum við til í að vera með alla leikmenn heila, og það eru kannski leikmenn að fara spila stöður sem þeir eru ekki vanir að spila, en við erum búnir að nýta undirbúninginn núna til að undirbúa þá leikinn fyrir að spila í þeim stöðum. Það hefur gengið vel að koma mönnum í þær stöður, en vissulega væri maður til í að vera með alla heila og geta nýtt leikmennina í sínum stöðum," segir Sölvi.
Varnarmennirnir sem verða til taks í fyrri leiknum: Davíð Örn Atlason, Oliver Ekroth, Halldór Smári Sigurðsson, Jón Guðni Fjóluson og Sveinn Gísli Þorkelsson. Þeir Viktor Örlygur Andrason og Tarik Ibrahimagic hafa líka reynslu af því að leysa af í varnarlínunni.
Athugasemdir