Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 08. apríl 2016 14:59
Magnús Már Einarsson
Lars og Heimir svara spurningum lesenda
Lars og Heimir skoða spurningarnar.
Lars og Heimir skoða spurningarnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars spáir Frökkum sigur á EM og Heimir Pólverjum, ef Ísland vinnur ekki.
Lars spáir Frökkum sigur á EM og Heimir Pólverjum, ef Ísland vinnur ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
50/60 eða 60/60 möguleikar á að fara áfram.
50/60 eða 60/60 möguleikar á að fara áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Skipulagið hjá okkur er þannig að ef við stöndum okkur 100% í undirbúningi fyrir leiki þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við förum og stöndum okkur 100% í því þá höfum við átt gott Evrópumót.
,,Skipulagið hjá okkur er þannig að ef við stöndum okkur 100% í undirbúningi fyrir leiki þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við förum og stöndum okkur 100% í því þá höfum við átt gott Evrópumót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég kvartaði einu sinni að ég væri með tannpínu en hann bauðst ekki til að sjá um það. Ég hef alltaf borgað þegar ég fer til tannlæknis. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt en svona er lífið.
,,Ég kvartaði einu sinni að ég væri með tannpínu en hann bauðst ekki til að sjá um það. Ég hef alltaf borgað þegar ég fer til tannlæknis. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt en svona er lífið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorgrímur Þráinsson: ,,Hann er nauðsynlegur á mörgum sviðum, tekur að sér ýmis störf sem við hinir höfum ekki getu til að sinna.
Þorgrímur Þráinsson: ,,Hann er nauðsynlegur á mörgum sviðum, tekur að sér ýmis störf sem við hinir höfum ekki getu til að sinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Ólafsson stöðvaði pizzuna á leið á bekkinn hjá ÍBV.
Jóhannes Ólafsson stöðvaði pizzuna á leið á bekkinn hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Áhuginn hjá Svíum er mun meiri núna.  Eftir að Ísland byrjaði að standa sig vel hafa mun fleiri leikmenn farið til sænskra félaga.  Ég fæ mikið af símtölum í dag um íslenska leikmenn og það gerðist aldrei áður.  Fjölmiðlar í Svíþjóð, líkt og alls staðar í Evrópu, sýna mun meiri áhuga en á fyrsta árinu sem ég var með Ísland.  Þetta er mjög vaxandi.
,,Áhuginn hjá Svíum er mun meiri núna. Eftir að Ísland byrjaði að standa sig vel hafa mun fleiri leikmenn farið til sænskra félaga. Ég fæ mikið af símtölum í dag um íslenska leikmenn og það gerðist aldrei áður. Fjölmiðlar í Svíþjóð, líkt og alls staðar í Evrópu, sýna mun meiri áhuga en á fyrsta árinu sem ég var með Ísland. Þetta er mjög vaxandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson: ,,Hann er í myndinni hjá okkur, það er á hreinu.  Við vildum skoða aðra leikmenn í þessu verkefni.
Aron Sigurðarson: ,,Hann er í myndinni hjá okkur, það er á hreinu. Við vildum skoða aðra leikmenn í þessu verkefni.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal kemur við sögu í spurningunum.
Louis van Gaal kemur við sögu í spurningunum.
Mynd: Getty Images
,,Við þurfum að hugsa um það í barna og unglingaþjálfuninni að hrósa fyrir karakterinn.  Það eru gildi sem skipta ekki minna máli heldur en að vera góður í tækninni.  Við þjálfararnir þurfum að hrósa sérstaklega fyrir þau gildi, að vera duglegur, vinnusamur, vera karakter og leiðtogi.
,,Við þurfum að hugsa um það í barna og unglingaþjálfuninni að hrósa fyrir karakterinn. Það eru gildi sem skipta ekki minna máli heldur en að vera góður í tækninni. Við þjálfararnir þurfum að hrósa sérstaklega fyrir þau gildi, að vera duglegur, vinnusamur, vera karakter og leiðtogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylgjandi sjónvarps dómgæslu.
Fylgjandi sjónvarps dómgæslu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári: ,,Hann er inni í myndinni eins og aðrir leikmenn. Hann mun eiga góða möguleika ef hann stendur sig vel fram að keppni.
Eiður Smári: ,,Hann er inni í myndinni eins og aðrir leikmenn. Hann mun eiga góða möguleika ef hann stendur sig vel fram að keppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars um Sigga Dúllu: ,,Hann er mjög mikilvægur að mínu mati.  Ég hef hitt fáa sem eru jafn jákvæðir og hann. Ég held að hann kunni ekki að stafa orðið vandamál. Hann sér aldrei vandamál, hann sér bara lausnir alltaf. Það er frábært að hafa hann í hópnum.
Lars um Sigga Dúllu: ,,Hann er mjög mikilvægur að mínu mati. Ég hef hitt fáa sem eru jafn jákvæðir og hann. Ég held að hann kunni ekki að stafa orðið vandamál. Hann sér aldrei vandamál, hann sér bara lausnir alltaf. Það er frábært að hafa hann í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars og Heimir hafa rætt um að gera Rúrik að bakverði.
Lars og Heimir hafa rætt um að gera Rúrik að bakverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars: ,,Ég var hættur en ég þekkti fólk á Íslandi og hafði alltaf borið mikla virðingu fyrir Íslandi þegar ég spilaði gegn þeim með Svíum. Það var áhugavert að sjá hvað hægt væri að gera með þennan hóp. Þetta voru tvær aðal ástæðurnar. Þetta var klárlega ekki út af pening. Þá hefði ég ekki farið til Íslands.
Lars: ,,Ég var hættur en ég þekkti fólk á Íslandi og hafði alltaf borið mikla virðingu fyrir Íslandi þegar ég spilaði gegn þeim með Svíum. Það var áhugavert að sjá hvað hægt væri að gera með þennan hóp. Þetta voru tvær aðal ástæðurnar. Þetta var klárlega ekki út af pening. Þá hefði ég ekki farið til Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki hjátrúafullir.
Ekki hjátrúafullir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er stórkostlegt að Ísland eigi handbolta, körfubolta og fótboltalið í lokakeppni EM. Þetta er ótrúlegt því að þetta er sami aldurshópur af strákum. Þetta er eitthvað fyrir vísindamenn til að skoða. Ég er mjög stoltur af öllum þessum hópum. Þó að körfuboltaliðið hafi tapað öllum leikjunum í lokakeppninni þá vorum við öll mega stolt af þeim. Þeir komu 100% undirbúnir og gáfu allt sem þeir gátu. Allir sáu það og allir voru stoltir af þeim. Þeir eru frábært fordæmi fyrir okkur í sumar.
,,Það er stórkostlegt að Ísland eigi handbolta, körfubolta og fótboltalið í lokakeppni EM. Þetta er ótrúlegt því að þetta er sami aldurshópur af strákum. Þetta er eitthvað fyrir vísindamenn til að skoða. Ég er mjög stoltur af öllum þessum hópum. Þó að körfuboltaliðið hafi tapað öllum leikjunum í lokakeppninni þá vorum við öll mega stolt af þeim. Þeir komu 100% undirbúnir og gáfu allt sem þeir gátu. Allir sáu það og allir voru stoltir af þeim. Þeir eru frábært fordæmi fyrir okkur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,, Við höfum verið að prófa marga hluti og EM hefur breytt öllum okkar undirbúningi. Við erum ekki bara að undirbúa okkur fyrir EM heldur líka framtíðina. Íslenskur fótbolti stendur ekki og fellur með leikjunum á EM. Við þurfum að hugsa um framtíðina líka. Við höfum fengið marga leiki og við höfum notað þá til að gefa mörgum leikmönnum leiki. Við höfum notað þessa leiki á góðan hátt.
,, Við höfum verið að prófa marga hluti og EM hefur breytt öllum okkar undirbúningi. Við erum ekki bara að undirbúa okkur fyrir EM heldur líka framtíðina. Íslenskur fótbolti stendur ekki og fellur með leikjunum á EM. Við þurfum að hugsa um framtíðina líka. Við höfum fengið marga leiki og við höfum notað þá til að gefa mörgum leikmönnum leiki. Við höfum notað þessa leiki á góðan hátt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það óvænta í lokakeppninni. Við vitum ekki hvað getur gerst þar. Við gætum misst mann sem hefur spilað alla leikina. Við þurfum að undirbúa okkur allt sem getur gerst. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir það óvænta.
,,Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það óvænta í lokakeppninni. Við vitum ekki hvað getur gerst þar. Við gætum misst mann sem hefur spilað alla leikina. Við þurfum að undirbúa okkur allt sem getur gerst. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir það óvænta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er ósammála að það hafi vantað aga hjá okkur. Vörninni hefur ekki skort aga, allt liðið fær á sig mark. Við höfum prófað nýja leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman. Það er hluti af ástæðunni. Það er kannski tengt Hannesi, hann hefur ekki verið að spila og leikmennirnir hafa verið að venjast því að spila með öðrum.
,,Ég er ósammála að það hafi vantað aga hjá okkur. Vörninni hefur ekki skort aga, allt liðið fær á sig mark. Við höfum prófað nýja leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman. Það er hluti af ástæðunni. Það er kannski tengt Hannesi, hann hefur ekki verið að spila og leikmennirnir hafa verið að venjast því að spila með öðrum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars: ,,Mér finnst staðurinn þar sem leikvangurinn er núna vera frábær. Ef hægt væri að endurbyggja leikvanginn í dag þá væri það frábært. Það er auðvelt fyrir áhorfendur að koma á völlinn og hann er á góðum stað.
Lars: ,,Mér finnst staðurinn þar sem leikvangurinn er núna vera frábær. Ef hægt væri að endurbyggja leikvanginn í dag þá væri það frábært. Það er auðvelt fyrir áhorfendur að koma á völlinn og hann er á góðum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lesendum Fótbolta.net gafst á dögunum kostur á að senda inn spurningar á landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerback.

Heimir og Lars svöruðu spurningunum í Aþenu í síðustu viku og hér að neðan má sjá afraksturinn.



Hvaða lið verður Evrópumeistari í sumar?
Páll Höskuldsson
Heimir:
Ef ekki Ísland þá tippa ég á Pólland.
Lars: Ef ekki Ísland þá giska ég á Frakkland.

Hvert er næsta stóra skref sem við þurfum að fara í til að viðhalda sókn íslenskrar knattspyrnu?
Kjartan Þór Jósepsson
Heimir:
Við þurfum að byrja á því að hugsa málin, ræða saman og ákveða síðan hvaða er best að gera fyrir íslenskan fótbolta. Það er fyrsta skrefið. Þá er ég ekki bara að tala um KSI heldur alla þá sem koma að knattspyrnu á Íslandi. Kannski er rétt að halda áfram að bæta aðstöðu og auka þjálfaramenntun, eða gera eitthvað allt annað? Mín skoðun er að næsta skref sé að hugsa um aldurshópinn 16-21 árs. Við þurfum að gera eitthvað aukalega fyrir þann hóp. Við getum bætt okkur þar. Landsliðsþjálfaranir og starfsmenn fræðsludeildar hafa a.m.k. skilað sínum hugmyndum til stjórnar KSI.
Lars: Ég er sammála Heimi. Íslenskur fótbolti þarf að ákveða heilt yfir hvar hann vill nota peninginn og hvað hann vill gera. Ef við einskorðum þetta við landsliðið þá er eitt sem heldur landsliðinu góðu og það er að halda áfram að búa til góða fótboltamenn. Þess vegna er þetta rétt sem Heimir segir um þjálfunina. Ef leikmenn eru nógu góðir til að verða landsliðsmenn þá eru þeir líklega farnir út í atvinnumennsku 18-19 ára eins og í Svíþjóð. Búa til fleiri góða fótboltamenn, það er mikilvægast fyrir landsliðið.

Fyrsta hugsunin þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði á móti Hollandi hérna heima?
Almar Örn Björnsson
Lars:
Ég held að það fyrsta sem ég hafi hugsað hafi verið að þetta var frábær spyrna því að hún var föst og nánast óverjandi. Önnur hugsun var líklega sú að hugsa “gott að hann setti hann í netið”.

Getur Ísland afrekað það sama og Grikkland gerði á EM 2004 þegar þeir fóru alla leið ?
Hinrik Flosi Gunnarsson
Lars:
Eins og ég og Heimir segjum við leikmenn þá er alltaf raunhæfur möguleiki á að vinna. Erfiða spurningin er hversu stór möguleikinn er. Auðvitað er það ekki stór möguleiki en hvort að það séu 10%, 50% líkur eða hvað, við getum rætt það í langan tíma. Við eigum samt alltaf möguleika.
Heimir: Það sem hefur gerst einu sinni getur gerst aftur.

Væri annar ykkar til í að taka við Manchester United?
Hrólfur Eyjólfsson
Lars:
Ekki ég.
Heimir: Það er ekkert verra lið en hvað annað.

Eru þið með ákveðna rútínu á leikdegi?
Baldvin Fróði Hauksson
Lars:
Já, við erum með rútínu á hverjum einasta leikdegi.
Heimir: Það er morgunmatur, fundur og æfing í hádeginu. Þar förum við Lars yfir ‘hvað ef?’ Við förum yfir hvað við eigum að gera ef þessi meiðist eða ef þetta gerist. Síðan er matur, útprentun á föstum leikatriðum, setja það upp í tölvu og svo er aftur matur. Síðan er það fundur með Tólfunni og leikur.

Af hverju fær Eggert ekki sénsinn?
Daníel Geir Moritz
Lars:
Að okkar mati eru aðrir leikmenn betri.

Finnst ykkur líkurnar miklar að við komumst upp úr riðlinum okkar á EM?
Árni Steinn Ásgeirsson
Lars:
Við eigum góðan og raunhæfan möguleika.
Heimir: 50/60
Lars hlær: Það gæti líka verið 60/60

Hvað er markmiðið á að komast langt?
Helgi Steinar Jóhannsson
Lars:
Sigur er náttúrulegur fyrir leikmenn og starfsfólkið. Skipulagið hjá okkur er þannig að ef við stöndum okkur 100% í undirbúningi fyrir leiki þá eigum við alltaf möguleika á sigri. Ef við förum og stöndum okkur 100% í því þá höfum við átt gott Evrópumót.
Heimir: Fyrsta markmiðið er að komast upp úr riðlinum. Eftir það getur allt gerst í útsláttarkeppninni. Þú átt alltaf möguleika.
Lars: Við þurfum líklega 100% frammistöðu til að komast áfram upp úr riðlinum.
Heimir: Við getum líka átt 100% frammistöðu og tapað gegn góðum liðum.
Lars: Já, það er alltaf þannig í fótbolta.
.
Þarf Lars að borga fyrir tannlæknakostnað sinn?
Fannar Örn Kolbeinsson
Lars:
Ég kvartaði einu sinni að ég væri með tannpínu en hann bauðst ekki til að sjá um það. Ég hef alltaf borgað þegar ég fer til tannlæknis. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt en svona er lífið.
Heimir: Hann þyrfti ekki að borga í Vestmannaeyjum. Ég er samt ekki fyrir vælukjóa og hann veit að hann getur ekki verið vælandi við mig.

Hvernig er það er hægri bakvörður og einn af lykil mönnum U21 og leikmaður Álasund ekkert inn í myndini hjà ykkur? Með fyrir fram þökk.
Guðmundur Þórðarson
Lars:
Við fylgjumst með mörgum leikmönnum. Sumir koma inn og sumir fara út úr þeim hópi. Hann hefur ekki spilað fyrir okkur og hann er kannski ekki í nálægustu myndinni.
Heimir: Hann er samt í góðu umhverfi í dag. Hann er í U21 og er að spila með Álasund. Það er breyting frá síðasta tímabili þegar hann var ekki að spila með Nordsjælland. Klárlega framtíðarmaður ef allt gengur upp hjá honum.

Ef þið myndið líkja ykkur við framherjateymi. Hvaða framherjateymi yrði það?
Aron Elí Helgason Færseth
Lars:
Ef þú horfir á persónuleika og hæfileika þá væri ég til í að vera Henrik Larsson.
Heimir: Þá yrði ég að vera Thomas Brolin.

Hver er mesti þverhausinn í íslenska landsliðinu?
Jón Gunnarsson
Heimir:
Þetta er auðveld spurning. Það er Gunnar Gylfason, starfsmaður liðsins. Það kemst enginn nálægt honum.

Ef Kristinn Steindórsson hefði fengið meiri spilatíma hjá Columbus væri hann þá líklega inn í myndinni fyrir EM hópinn?
Freyr Ingimarsson
Heimir:
Það hefði farið eftir því hvernig hann hefði staðið sig. Er nokkur önnur leið til að svara þessari spurningu?

Hver er fyndnastur í landsliðinu?
Eiður Eiðsson
Lars:
Heimir þegar hann segir mér sögur frá Vestmannaeyjum. Það er fyndnast þegar hann þýðir þær almennilega fyrir mig. Hann er frábær í að segja sögur.
Heimir: Það er klárlega Siggi Dúlla búningastjóri. Hann er gangandi skemmtiefni.

Vinnur Þorgrímur Þráinsson stórt starf hjá ykkur??
Ragnar Freyr Jónasson
Lars:
Já, hann er mjög mikilvægur í starfsliðinu að mínu mati.
Heimir: Sammála. Hann er nauðsynlegur á mörgum sviðum, tekur að sér ýmis störf sem við hinir höfum ekki getu til að sinna.

Spilaði Lars einhverntímann tölvuleiki?
Eiður Eiðsson
Lars:
Eini tölvuleikurinn sem ég hef spilað einhverntímann er skák. Ég held að ég hafi ekki spilað neitt annað.

Nú er Kolbeinn augljóslega fyrsti kostur í framherjastöðuna. Hvernig veljið þið hinn framherjann? Alfreð og Viðar eru líkir, báðir klókir markaskorar, og svo höfum við Jón Daða sem er sterkur í loftinu líkt og Kolbeinn en einnig góður í að skapa færi, og Eið Smára, sem getur bundið saman miðju og sókn. Hvort vegur meira, form leikmanna eða taktík?
Þórarinn
Heimir:
Valið á báðum framherjunum veltur alltaf á taktík.
Lars: Ef leikmaður er í engu formi þá myndum við ekki velja hann en ef allir eru heilir þá snýst þetta um taktík, hæfileika leikmanna og hvaða andstæðing við erum að eiga við.

Hver er besti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni í dag?
Pálmi Bjarni Óttarsson
Heimir:
Þeir sem fengu verðlaunin og mesta hrósið eftir tímabilið voru að mínu mati þeir bestu. Gulli, Kiddi Jóns, Emil Páls, Oliver, Davíð Viðars, ég held að það hafi verið nokkuð réttmætt að verðlauna þá.

Ég er frekar efnilegur leikmaður en bý út á landi, hvað get ég gert til þess að verða betri?
Ísak Sigurjónsson
Lars:
Það eru auðvitað miklar æfingar. Reyndu að komast í eins gott æfingaumhverfi og hægt er sem fyrst. Ég veit ekki hvað þú ert gamall en ef þú hefur hugarfarið og viljann til að æfa og spila mikið þá getur þú alltaf bætt þig. Ef þú ert í mjög litlu félagi þá gætir þú þurft að færa þig um set til að bæta þig frekar þegar þú verður aðeins eldri.

Heimir. Er satt að þú hafir pantað pizzu á varamannabekk IBV, í miðjum leik, þegar þú spilaðir með Los Blancos?
Jónas Bergsteinsson
Heimir:
Já, sekur en ekkert stoltur. Jói (Jóhannes Ólafsson, stjórnarmaður) stoppaði hana samt á leiðinni á bekkinn. Þetta átti að vera grín, við vorum svo sem ekki svangir. Við vorum fjórir leikmenn sem kölluðum okkur bumbugengið, ég, Yngvi Borgþórs, Sumarliði Árna og Bjarnólfur Lárusson. Við vorum allir á varamannabekknum í þessum leik og fannst rosa fyndið að panta pizzu á bekkinn. Jói snéri pizzusendilinn niður á leiðinni, eðlilega hafði hann ekki sama húmor fyrir þessu og við.

Hver var viðhorfið til Íslenskt fótbolta í Svíþjóð áður fyrr og hvernig hefur það breyst á síðustu árum eftir að landsliðið komst á skrið?
Hermann Gunnarsson
Lars:
Áhuginn hjá Svíum er mun meiri núna. Eftir að Ísland byrjaði að standa sig vel hafa mun fleiri leikmenn farið til sænskra félaga. Ég fæ mikið af símtölum í dag um íslenska leikmenn og það gerðist aldrei áður. Fjölmiðlar í Svíþjóð, líkt og alls staðar í Evrópu, sýna mun meiri áhuga en á fyrsta árinu sem ég var með Ísland. Þetta er mjög vaxandi.

Finnst ykkur það vera meira afrek hjá gömlu kempunum okkar íslendinga sem náðu langt í atvinnumennsku heldur en þeim yngri í dag, í ljósi þess að nú eru betri aðstæður fyrir unga stráka að æfa og þess háttar?
Ingvar Örn Birgisson
Lars:
Þetta veltur á því hvað þú ferð langt aftur en ef þú ferð aftur í tímann, en þegar Heimir var ennþá að panta pizzu á bekkinn, áður en Bosman reglan kom 1992 þá var mjög erfitt að fá samninga úti. Útlendingar voru ekki leyfðir í mörgum löndum og í sumum voru bara fáir leyfðir. Eftir að Bosman reglan kom þá opnaðist þetta algjörlega og nú koma leikmenn frá Asíu, Afríku og alls staðar. Ég veit það ekki en ef þú ferð 15 ár til baka þá voru kannski fleiri íslenskir leikmenn í góðum félögum og deildum heldur en í dag.
Heimir: Íslenskir leikmenn voru oftast fengnir erlendis á öðrum forsendum fyrir nokkrum árum. Erlendu félögin fengu Íslendinga oftast vegna líkamlegs styrks, góðs úthalds og mikils karakters. Leikmennirnir í dag eru öðruvísi. Mun teknískari og taktískari. Það er klárlega auðveldara að verða atvinnumaður í dag. Samböndin eru betri og þú getur sent myndbönd af sjálfum þér auk þess sem það eru njósnarar alls staðar. Áður fyrr var mun erfiðara að koma sér á framfæri. Það var erfiðara að verða atvinnumaður. Atvinumannadeildirnar voru líka færri á sínum tíma. Í dag eru sterkar atvinnumannadeildir í Kína, Indlandi og Bandaríkjunum og þannig var það ekki. Þetta ætti að vera auðveldara í dag.
Lars: Þú getur keypt leikmenn hvaðan sem er svo það er auðveldara að verða atvinnumaður en það er erfiðara að verða atvinnumaður í toppliði í topp deild í dag. Til þess þarftu að vera algjör heimsklassa leikmaður.

Aron Sigurðarson hefur staðið sig feikilega vel að undanförnu með sínu félagsliði. Þá sýndi hann jafnframt mikil gæði í sínum fyrsta A-landsleik, vináttuleik gegn Bandaríkjunum í lok janúar og skoraði þar meðal annars magnað mark. Þrátt fyrir þetta, var hann ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Hvers vegna ekki? Er Aron ennþá inn í myndinni hjá ykkur fyrir EM í Frakklandi í sumar?
Oddur Sigurðsson
Heimir:
Hann er í myndinni hjá okkur, það er á hreinu. Við vildum skoða aðra leikmenn í þessu verkefni.

Fáið þið aldrei samviskubit yfir því að hafa skilið einhvern heima fyrir leiki?
Daníel
Heimir:
Það er hluti af okkar starfi að velja hópinn og byrjunarliðið, það getur oft verið erfitt því oft eru leikmenn svipaðir að getu.
Lars: Einu skiptin sem mér finnst þetta erfitt, ekki það að þú finnir samviskubit, er þegar þú ert með leikmann sem er búinn að spila með liðinu í mörg ár og hann er að verða búinn á því. Ég hef upplifað það með Svíþjóð en ekki íslenska liðinu. Þá hef ég sleppt því að velja leikmenn sem hafa kannski spilað í tíu ár með liðinu, lagt sig 100% fram og staðið sig vel. Það er erfitt að segja þeim að þeir séu ekki í liðinu í þetta skipti.
Heimir: Þú færð ekki samviskubit nema þú gerir eitthvað rangt. Við teljum okkur vera að velja rétt og fáum þá ekki samviskubit. Hvort okkur sé alveg sama er hins vegar annað mál eins og Lars segir.

Í hverju þarf hinn fullkomni vinstri bakvörður að vera góður í?
Anton Freyr Jónsson
Lars:
Það er jákvætt ef þú ert vinstri fótar í vörninni, það skiptir ekki jafn miklu á miðjunni. Fyrst og fremst þarftu að vera góður varnarmaður einn á einn. Þú vilt líka hafa leikmann með gæði sóknarlega. Svo þarftu að hafa góðan leikskilning.
Heimir: Hraði hjálpar líka til í þessari stöðu.

Hver er ykkar skoðunn á Van Gaal? Eru þið sammála mér að hann sé rétti maðurinn fyrir Man Utd?
Heiðar Atli Styrkárson
Lars:
Það er svo erfitt að svara þessari spurningu þegar þú situr fyrir utan og ert ekki með fleiri staðreyndir. Það hefur mikið breyst hjá United síðan Ferguson hætti, ég veit ekki hvort einhver hefði getað gert betur. Ég get ekki svarað því hvort hann sé rétti maðurinn eða ekki. Ég þekki stöðuna ekki nógu vel.

Hvor er meiri prakkari?
Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson
Lars:
Klárlega Heimir. Hann er mörgum mílum á undan.

Ætlið þið að nota svipaða taktík gegn Portúgal sem þið notuðuð gegn Hollandi? Portúgal og Holland svipuð lið með sterka kantmenn eins og Ronaldo og Robben.
Sindri Hrafn Fridthjofsson

Lars: Ef þú berð leikmennina saman, þá eru þeir mismunandi, en þegar þú mætir leikmönnum í þessum gæðaflokki þá þarftu að aðlaga liðið að því samanborið við lið þar sem þú mætir ekki svona leikmönnum. Þeir eru mismunandi svo það er ekki hægt að gera þetta á nákvæmlega sama hátt. Við reynum annars að halda okkur við okkar grunntaktík, sama hvaða liði við mætum. Við skoðum andstæðingana, veikleika þeirra og okkur sjálfa. Portúgalir eru beinskeyttir, þeir eru ekki lið sem heldur boltanum jafn mikið og Holland. Þetta verður ekki nákvæmlega sama taktík.

Ef horft er til næstu 10-15 ára, hvað er það helsta (tvö til þrjú atriði) sem þið sæjuð að mættti/ætti að breyta í barna- og unglingaþjálfun drengja hjá íþróttafélögum í dag til að eiga raunhæfa möguleika að geta jafnað eða bætt núverandi árangur landsliðsins? Áfram Ísland !
Sigfús Ómar Höskuldsson

Heimir: Við þurfum að halda áfram að fjölga krökkum í fótbolta. Fjöldinn er mikilvægur fyrir íslenskan fótbolta. Við þurfum að hjálpa strákum og stelpum sem eru að skara fram úr þegar þau eru 16-20 ára. Við þurfum að gera meira fyrir þann aldurshóp. Við þurfum að halda áfram að gera það sem við erum að gera og alltaf að reyna að bæta okkur. Það sem við megum bæta er afreksþjálfun fyrst og fremst. Við höfum bætt aðstöðuna og það má bæta hana ennþá meira, sérstaklega í Reykjavík, þar þarf nauðsynlega fleiri hallir. Á mörgum stöðum úti á landi má bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar.
Lars: Ef þú vilt eiga marga góða leikmenn þá er mikilvægt að fá fleiri þjálfara í fullu starfi í úrvals og 1. deild. Þá býrðu til góðar akademíur með góðum leikmönnum frá 14-15 ára aldri. Svona verkefni var sett í gang í Svíþjóð árið 1992 og það er líklega besta fótbolta verkefni sögunnar í Svíþjóð. Það er frábært ef þú nærð þjálfurum í fullt starf fyrir góða leikmenn frá 14-15 ára aldri, og bestu leikmennirnir geta þá verið í sem bestu umhverfi. Ef þetta vinnur saman með KSÍ og yngri landsliðunum þá verða leikmennirnir mun betri.
Heimir: Aðstaðan er að batna og þjálfunin er að batna en mín tilfinning er að þjálfunin sé að verða einsleit. Ég held að með tímanum þá þurfum við að hugsa um það hvernig við getum haldið karakternum hjá íslenskum knattspyrnumönnum. Við erum heppin með þetta landsliði í dag, þeir hafa bæði tæknina og karakterinn. Ég held að þetta snúist í framtíðinni með sama áframhaldi og karakterinn hverfi ef við höldum á sömu braut. Við þurfum að hugsa um það í barna og unglingaþjálfuninni að hrósa fyrir karakterinn. Það eru gildi sem skipta ekki minna máli heldur en að vera góður í tækninni. Við þjálfararnir þurfum að hrósa sérstaklega fyrir þau gildi, að vera duglegur, vinnusamur, vera karakter og leiðtogi.

Hvað er það síðasta sem þið segið við strákana áður enn þeir fara inn á?
Gísli Laxdal Unnarsson
Lars:
Ég segi mjög lítið eftir að við komum á leikvanginn. Þá tel ég að öllum undirbúningi eigi að vera lokið. Ef ég segi eitthvað þá er eitthvað sérstakt í gangi. Kannski talar þú við einstaklinga, ýtir á þá eða undirstrikar eitthvað sem þú vlt að þeir einbeiti sér að í leiknum. Ég segi ekkert við hópinn eftir að við komum á leikvanginn.
Heimir: Sama svar og hjá Lars. Ég óska þeim kannski góðs gengis.

Eru þið með eða móti sjónvarps dómgærslu á lykil atriðum?
Ásgrímur Harðarson
Heimir:
Með.
Lars: Já, klárlega í landsleikjum þar sem eru svona fáir leikir. Líka í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni þar sem leikirrnir eru líka fáir og ákvörðun getur gert gæfumuninn. Ég væri til í að sjá þetta í nokkrum lykilatriðum.
Heimir: Tæknin er líka alltaf að verða betri svo þetta verður alltaf auðveldara.

Verður Eiður Smári ekki valinn í EM hópinn?
Sigurlaug Karen Guðmundsdóttir
Lars:
Hann er inni í myndinni eins og aðrir leikmenn. Hann mun eiga góða möguleika ef hann stendur sig vel fram að keppni.

Hver er besti leikur íslenska landsliðsins hefur leikið undir ykkar stjórn?
Jón Unnar Guðmundsson
Heimir:
Það hlýtur að vera Holland heima, sérstaklega varnarlega.
Lars: Ég er sammála því. Þeir áttu varla færi. Það er líklega besti leikurinn.

Abba eða Volvo?
Ástþór Guðmundsson
Lars:
Það er langt síðan ég keyrði Volvo og ég get ekki sagt að ég hlusti á Abba á hverjum degi heldur. Þetta er 50/50 eða 60/60.

Hversu stóran þátt af árangri íslenska landsliðsins má rekja beint til Sigga Dúllu?
Ingimundur Orri
Lars:
Hann er mjög mikilvægur að mínu mati. Ég hef hitt fáa sem eru jafn jákvæðir og hann. Ég held að hann kunni ekki að stafa orðið vandamál. Hann sér aldrei vandamál, hann sér bara lausnir alltaf. Það er frábært að hafa hann í hópnum.
Heimir: Hann á stóran þátt. Það er ekki hægt að segja annað.
Lars: Hann hjálpar okkur með þjálfunina líka. Hann talar við leikmenn áður en þeir koma inn á og fleira.
Heimir: Taktískur meistari.

Eru líkur á að ísland eignist aðra svona gullkynslóð í fótbolta á næstunni ?
Brynjar Jóhannsson
Heimir:
Svarið mitt er að sjálfsögðu, já, auðvitað. Hversu fljótlega veit ég ekki.
Lars: Þið hafið áður átt góða leikmenn í góðum deildum og það er örugglega hægt að kalla það gullkynslóð líka. Þegar Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári voru að koma fram á sjónarsviðið. Þetta hefur gerst áður á Íslandi svo af hverju ætti þetta ekki að gerast aftur?

Sælir miklu snillingar! Hafið þið íhugað það að gera Rúrik að bakverði eins og Guðni Bergs var að velta upp um daginn? Áhugaverð pæling...
Sigurður Stefánsson
Heimir:
Við höfum rætt það einu sinni eða tvisvar en við ákváðum að prófa aðra kosti.
Lars: Það er líka ekki hægt að hugsa um það núna þegar hann er ekki byrjaður að spila aftur (eftir meiðsli).

Lars: Hvað fékk þig til að ákveða að taka við íslenska landsliðinu? Heimir: Hvernig er tilfinningin að vera að fara á EM með þennan frábæra mannskap?
Davíð Guðmundsson
Lars:
Hluti af því var að hópurinn virkaði spennandi, með mörgum ungum leikmönnum. Ég var hættur en ég þekkti fólk á Íslandi og hafði alltaf borið mikla virðingu fyrir Íslandi þegar ég spilaði gegn þeim með Svíum. Það var áhugavert að sjá hvað hægt væri að gera með þennan hóp. Þetta voru tvær aðal ástæðurnar. Þetta var klárlega ekki út af pening. Þá hefði ég ekki farið til Íslands.
Heimir: Ég er ofboðslega stoltur að fá að vera hluti af þessum hópi, með þessum strákum og þessu fólki. Maður verður svolítið lítill og auðmjúkur og reynir bara að gera sitt besta eins og við gerum öll í þessum hópi.

Kannski er þetta ekki spurning en hugsanlega er fólgin í þessu spurning um mikilvægi þessara eiginleika fyrir þjálfara, leikmenn og fólk yfirleitt.
Takk fyrir það hversu viðkunnanlegir þið eruð þegar þið komið fram, mér virðist að þið svarið yfirleitt hreint og beint og leggið ykkur fram við að bæði gera knattspyrnu að fagi en líka að leik, fyrir langflesta er margt annað í lífinu mikilvægara. Ég kann þessu mjög vel. Hafið þið einhverjar ábendingar til fólks um þetta.
How important is the general communication, attitude and care for people in the line of work you do?
Jóhannes Árnason
Heimir:
Það er ofboðslega mikilvægt að segja hvað við erum að reyna að gera. Við höfum aldrei falið okkur á bakvið hvað við erum að reyna að gera. Við viljum vera dæmdir eftir því hvað við erum að reyna að gera. Ef við segjum ekki frá því þá verða alltaf einhverjir sem dæma okkur af því sem þeir vilja gera. Þá verður þú að vera heiðarlegur og vera hreinn og beinn. Ég held að það sé gott fyrir landsliðið að fá gagnrýni og ef hún er neikvæð, þá er hún réttmæt ef hún er dæmd út frá því sem við erum að reyna að gera. Ég held að þetta sé gott fyrir okkur og í leiðinni heiðarlegt. Ég held að það sé ekki hægt að gera þetta öðruvísi.

Hverjir eru megin þættir sem leikmaður þarf að hafa til þess að vera valinn í landsliðið?
Bekan Sigurður Kalmansson
Lars:
Það er samspil á milli fótbolta hæfileika og góðs hugarfars. Menn þurfa að vera sterkir karakterar.

Eruð þið hjátrúafullir?
Kjartan Helgi Ólafsson
Heimir:
Ekki ég.
Lars: Nei

Hver fær verkefnið um að stoppa Ronaldo gegn Portugal
Bjarki Kristjánsson
Heimir:
Við sjáum til, en það verður erfitt.

Eru Karíus og Baktus til í alvörunni?
Sigurjón Stefánsson
Heimir:
Já, þeir eru sko til„„ og þeir eru bræður.

Hvað finnst ykkur um önnur landslið hér á Íslandi sem eru að gera vel í öðrum íþróttagreinum.
Gunnar Ingi Guðjónsson
Heimir:
Mér þykir mikið til þeirra að koma. Það er stórkostlegt að Ísland eigi handbolta, körfubolta og fótboltalið í lokakeppni EM. Þetta er ótrúlegt því að þetta er sami aldurshópur af strákum. Þetta er eitthvað fyrir vísindamenn til að skoða. Ég er mjög stoltur af öllum þessum hópum. Þó að körfuboltaliðið hafi tapað öllum leikjunum í lokakeppninni þá vorum við öll mega stolt af þeim. Þeir komu 100% undirbúnir og gáfu allt sem þeir gátu. Allir sáu það og allir voru stoltir af þeim. Þeir eru frábært fordæmi fyrir okkur í sumar.
Lars: Heimir sagði mjög góðan hlut eftir að við komumst áfram og það er að við getum ekki falið okkur á bakvið það að við séum svo lítil þjóð að við getum ekki farið á EM. Fótboltinn komst áfram núna. Ég hef séð marga handboltaleiki með Íslandi í gegnum tíðina en ég hafði ekki séð körfuboltaliðið fyrr en á EM. Það er svo mikilvægt í íþróttum að hafa ekki leið til að kenna hlutum um að þú farir ekki áfram. Kenna því um að þú sért of lítil þjóð eða kenna dómurum um. Þú verður alltaf að taka ábyrgð. Handboltinn sýndi þetta í mörg ár, kvennalandsliðið gerði það í mörg ár og þetta er hægt. Ekki fela þig á bakvið eitthvað, þá er meiri möguleiki á að ná góðum úrsltum.

Hvaða leikmanni væru þið mest til að redda íslenskum ríkisborgararétt ?
Jón Th.
Heimir:
Ef við myndum svara þessari spurning og velja einhvern leikmann þá værum við í leiðinni að gagnrýna leikmennina okkar í þeirri leikstöðu . Þess vegna sleppum við þessari.

Var að pæla með undirbúninginn fyrir EM ,er ekki best spila á okkar sterkasta liði í þessum undirbúningsleikjum og hamra á því sem gekk vel í undankeppninni. Þið hafið verið að prófa marga leikmenn og flr. og nú erum við ekki búnir að vinna á þessu ári, hafið þið ekki áhyggjur af sjalfstrausti liðsins ef þeir tapa svona mörgum leikjum fyrir mótið og fara inn í mótið með lítið sjalfstraust og jafnvel búnir að gleyma hvernig þeir spiluðu til að komast á mótið.
Sverrir Már Bjarnason
Heimir:
Ég er ekki hræddur. Við höfum verið að prófa marga hluti og EM hefur breytt öllum okkar undirbúningi. Við erum ekki bara að undirbúa okkur fyrir EM heldur líka framtíðina. Íslenskur fótbolti stendur ekki og fellur með leikjunum á EM. Við þurfum að hugsa um framtíðina líka. Við höfum fengið marga leiki og við höfum notað þá til að gefa mörgum leikmönnum leiki. Við höfum notað þessa leiki á góðan hátt. Við förum ekki í felur með það að við viljum vinna. Ef við myndum alltaf spila sama liðinu þá yrðum við fyrirsjáanlegir í fyrsta lagi. Ef að það kæmi rautt spjald eða meiðsli í lokakeppninni þá myndum við ekki vita hver væri bestur til að koma inn í staðinn. Það eru margar ástæður fyrir því að við erum að gera þetta svona í augnablikinu. Það hefur mikið verið rætt um það af hverju við spilum ekki alltaf sterkasta liðinu, sem fólk telur væntanlega að sé liðið sem spilað í undankeppninni í fyrra, það eru margar ástæður og það er gott að fá marga vináttuleiki.
Lars: Við þurfum þessa tvo vináttuleiki í júní til að halda mönnum í leikformi. Sumir leikmenn koma frá Norðurlöndunum, Sviss og fleiri löndum þar sem spilað er fram í lok maí. Þeir þurfa líklega viku með léttum æfingum og engum leikjum. Það sem við gerum á æfingum verður mikilvægast fyrir EM. Ég er nokkuð sáttur við þessa tvo lokaleiki.
Heimir: Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það óvænta í lokakeppninni. Við vitum ekki hvað getur gerst þar. Við gætum misst mann sem hefur spilað alla leikina. Við þurfum að undirbúa okkur allt sem getur gerst. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir það óvænta.

Getur þú útskýrt af hverju það hefur vantað aga í vörnina í síðustu leikjum miðað við undankeppnina? Er það af hluta til af því að Hannes hefur verið fjarverandi?
Birta Árnadóttir
Lars:
Að mínu mati snýst þetta aldrei um einn leikmann. Þú getur verið með mann sem er mikilvægur fyrir liðið en það skýrir aldrei tap í leik. Heimir svaraði því áðan hvernig við horfum á vináttuleiki. Við viljum gefa leikmönnum leiktíma og prófa hluti. Það er samt ekki gott að tapa eins mörgum leikjum og við höfum gert. Við þurfum að stíga upp þar svo við töpum ekki svona mörgum leikjum.
Heimir: Ég er ósammála að það hafi vantað aga hjá okkur. Vörninni hefur ekki skort aga, allt liðið fær á sig mark. Við höfum prófað nýja leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman. Það er hluti af ástæðunni. Það er kannski tengt Hannesi, hann hefur ekki verið að spila og leikmennirnir hafa verið að venjast því að spila með öðrum.
Lars: Ein af ástæðunum fyrir þessu er að við höfum minni tíma í vináttuleikjum. Í keppnisleikjum er mikið um endurtekningar í okkar leik og undirbúningi. Þú þarft tíma þegar þú hittir leikmennina sjaldan og það líður langt á milli. Það er mögulega ein af ástæðunum fyrir því að okkur gengur verr í vináttuleikjum.

Til að byrja með, Til hamingju með að koma Íslenska landsliðinu á stórmót.
En spurning mín til ykkar er þessi:
Með þynnri leikmannahóp en andstæðingar okkar, eru þá til einhver svör ef meiðsli verða á lykilmönnum í byrjunarliðinu?
Gangi ykkur sem allra best á mótinu og vonandi komumst við á næsta stórmót 2018
Herbert Símon Egilsson
Heimir:
Ég er ekki sammála því að við séum með þynnri hóp en andstæðingar okkar. En svörin fáum við í vináttuleikjunum.
Lars: Þetta snýst um undirbúning okkar í vináttuleikjum og hvernig við æfum. Þannig undirbúum við okkur ef einhver meiðist eða veikist.

Hvar mynduð þið staðsetja nýjan knattspyrnuþjóðarleikvang Íslands?
Garðar Friðrik Harðarson
Lars:
Mér finnst staðurinn þar sem leikvangurinn er núna vera afskaplega góður. Ef hægt væri að endurbyggja leikvanginn í dag þá væri það frábært. Það er auðvelt fyrir áhorfendur að koma á völlinn og hann er á góðum stað.
Heimir: Ég er sammála. Besta veðrið í Reykjavík er líklega þarna. Ég vil halda honum á sama stað.
Lars: Landið er til staðar fyrir hann. Það þarf einhver að byggja nýja stúku sem er líka með íbúðum, hotel, verslunarmiðstöð eða eitthvað til að þetta myndi ekki kosta Reykjavíkurborg jafnmikið.
Heimir: Hugmynd sem ég var að fá á staðnum! Landsbankinn er að leita að stað fyrir nýjar höfuðstöðvar. Nýr leikvangur fyrir KSÍ og nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á sama stað.
Lars: Í Svíþjóð hefur þetta verið gert víða undanfarin tíu ár. Landið hefur verið gefið til byggingarfyrirtækja sem hafa byggt nýjan leikvang og eitthvað annað á sama svæði sem fjármagnar allt.
Athugasemdir
banner
banner
banner