banner
   fös 07. maí 2021 07:00
Victor Pálsson
Maguire: Var eins og körfuboltaleikur
Mynd: Getty Images
Harry Maguire segir að leikir liðsins við Roma í Evrópudeildinni hafi verið eins og að spila körfubolta.

Alls hafði Man Utd betur með átta mörkum gegn fimm en leiknum í gær lauk með 3-2 sigri Roma.

Man Utd er komið í úrslitaleikinn sjálfan en Maguire viðurkennir að spilamennskan hafi ekki verið frábær í gær.

Villarreal verður andstæðingur enska stórliðsins í úrslitunum í Póllandi.

„Það er frábært afrek að vera komnir í úrslit. Við unnum ekki leikinn sem er svekkjandi en komumst í úrslit eftir mikla vinnu í fyrri viðureigninni," sagði Maguire.

„Við byrjuðum leikinn af áhættu. Við skiptumst á sóknum eins og í körfuboltaleik og við gáfum þeim of mörg færi í seinni hálfleik. Við erum komnir í úrslit og nú vinnum við mótið."
Athugasemdir
banner
banner