Lazio og Napoli náðu bæði í góða sigri í Seríu A á Ítalíu í kvöld en Lazio er nú með þriggja stiga forystu á nágranna þeirra í Roma.
Lazio lagði Sampdoria, 2-0. Patric Gabarron skoraði fyrra mark liðsins á 41. mínútu en Luis Alberto tók aukaspyrnu sem rataði beint á hausinn á Patric sem stangaði boltann í netið.
Luis Alberto var svo sjálfur á ferðinni á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá Manuel Lazzari. Þessi sigur þýðir að Lazio er í 5. sæti með 62 stig, þremur stigum á undan Roma, sem á leik inni.
Napoli vann þá Torino 1-0. Lorenzo Insigne fékk fullkomið tækifæri til að koma gestunum yfir á 61. mínútu er Dries Mertens vann vítaspyrnu en Etrit Berisha varði vítið frá Insigne.
Það hafði þó ekki áhrif á úrslit leiksins því spænski miðjumaðurinn Fabian Ruiz tryggði Napoli sigurinn á 73. mínútu með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Napoli er í 3. sæti með 73 stig, fimm stigum frá toppliði Inter.
Sassuolo og Udinese gerðu þá 1-1 jafntefli. Markaskorarinn mikli, Gianluca Scamacca, tók forystuna fyrir Sassuolo á 6. mínútu áður en belgíski varnarmaðurinn Bram Nuytinck jafnaði þrettán mínútum fyrir leikslok.
Úrslit og markaskorarar:
Lazio 2 - 0 Sampdoria
1-0 Patric Gabarron ('41 )
2-0 Luis Alberto ('59 )
Sassuolo 1 - 1 Udinese
1-0 Gianluca Scamacca ('6 )
1-1 Bram Nuytinck ('77 )
Torino 0 - 1 Napoli
0-0 Lorenzo Insigne ('61 , Misnotað víti)
0-1 Fabian Ruiz ('73 )
Athugasemdir