
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins var kát eftir 8-0 sigur á Makedóníu í kvöld.
Ísland var betra liðið frá fyrstu sekúndu og eins og lokatölurnar gefa til kynna, var mikill munur á liðunum.
Hún var ánægð með að skora átta mörk en að sama skapi var hún ekki hrifin af Makedóníu.
Ísland var betra liðið frá fyrstu sekúndu og eins og lokatölurnar gefa til kynna, var mikill munur á liðunum.
Hún var ánægð með að skora átta mörk en að sama skapi var hún ekki hrifin af Makedóníu.
Lestu um leikinn: Ísland 8 - 0 Makedónía
„Það má segja það, þær voru frekar arfaslakar en við skorum átta mörk í dag og tryggjum okkur farseðilinn."
„Mér finnst leiðinlegt að áhorfendur fá að sjá svona arfaslakt lið."
Hún var ánægð með að skora mark en það var langt síðan síðast.
„Svolítið langt síðan ég skoraði mark. 8-0 og við hefðum getað skorað miklu fleiri."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir