Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 07. júní 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði verið stórt að leggja Al Sadd - „Upplifði Ungverjaland aftur"
Freyr er fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr er fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Xavi stýrir Al Sadd.
Xavi stýrir Al Sadd.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Freyr hefur frá því seint á síðasta ári starfað í Katar. Freyr var aðstoðarþjálfari Heimis ásamt Bjarka Má Ólafssyni hjá Al Arabi en þeir eru hættir þar núna. Draumurinn er að þeir þrír starfi áfram saman.

Freyr stýrði Al Arabi gegn Al Sadd í úrvalsdeildinni í Katar í febrúar á þessu ári. Heimir gat ekki stýrt liðinu í þeim leik þar sem hann var með kórónuveiruna.

Al Arabi var með 2-1 forystu þegar komið var fram í uppbótartíma en endaði á að tapa 3-2. Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði sigurmarkið.

Freyr segir að leikurinn hafi minnt á tap Ísland gegn Ungverjaland þremur mánuðum áður þar sem Ísland fékk tvö mörk á sig seint í leiknum, tapaði 2-1 og misst af EM.

„Það er svo stórt fyrir Al Arabi að vinna Al Sadd, og í rauninni eigum við ekki að eiga möguleika," sagði Freyr en Al Sadd er ríkara félag og er Spánverjinn Xavi að þjálfa þá.

„Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu miklu, miklu hærra 'budget' þeir eru með, þeir eru með alla katörsku landsliðsmennina og útlendingarnir þeirra eru svo góðir. Það er senter þarna frammi í alsírska landsliðinu sem heitir Baghdad Bounedjah sem er geggjaður, og það er grín að hann sé búinn að eyða öllum sínum ferli í Katar."

„Við spiluðum ótrúlega vel og undirbjuggum okkur á öðruvísi hátt; Heimir var í burtu og það var smá stress í gangi en ég naut mín mjög vel. Ég átti alveg eins von á því að við værum að fara að tapa 5-0 þegar Aron (Einar Gunnarsson) dettur út í upphitun, hann er ómissandi fyrir Al Arabi. Svo spilum við vel og erum með 2-1 á 80. mínútu. Við náum að tapa þessum leik og 'kaos-ið' síðustu 10 mínúturnar var algjört. Ég upplifði Ungverjaland aftur. Við vorum búnir að vinna í sjálfum okkur eftir áfallið í Ungverjalandi og svo kemur þetta og ég fékk 'deja-vu'. Það var hræðileg tilfinning."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Freysi og öll helstu fótboltamálin
Athugasemdir
banner
banner