Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   mið 07. júní 2023 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Norski bikarinn: Valdimar og Jónatan í sigurliði - Birkir skoraði
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

32 liða úrslitin í norska bikarnum fór fram í kvöld og mörg Íslendingalið voru í eldlínunni.


Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Viking sem heimsótti Fredrikstad. Fredrikstad komst yfir eftir stundarfjórðung en Birkir jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleks. Viking vann 2-1 með marki úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma.

Júlíus Magnússon lék allan leikinn hjá Fredrikstad.

Ari Leifsson var í byrjunarlið Stromsgodtset sem vann öruggan 4-1 sigur á V. Haugesund og Brynjar Ingi Bjarnason var í liði Ham-Kam sem lagði Baerum 3-1 eftir framlengan leik.

Valdimar Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru í byrjunarliði Sogndal sem lagði Moss 2-0. Valdimar var tekinn af velli undir lok leiksins.

Bjarni Mark Antonsson spilaði seinni hálfleikinn fyrir Start í óvæntu 1-0 tapi gegn Gjovik-Lyn sem spilar í deild fyrir neðan. Kristiansund er úr leik eftir 1-0 tap gegn Molde en Brynjólfur Willumsson kom inn á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.


Athugasemdir
banner
banner
banner