Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Þetta var hendi
Lengjudeildin
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin var örlagavaldur eins og oft áður þegar ÍBV gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði Leikni að velli á Domus Nova vellinum í kvöld en lokatölur urðu 2-4 ÍBV í vil. Gary setti þar tvö mörk undir lok leiks og ljóst að mikið verður rætt um fyrra mark Gary í leiknum sem hann skoraði augljóslega með hendi sem fór þó fram hjá dómurum leiksins.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Búinn á því algjörlega búinn á því. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Ég veit ekki hvort það er leikjaálaginu að kenna en ég kallaði oft á Helga hversu margar skiptingar hann ætti eftir en þvílíkur sigur sem þetta var. “
Sagði Gary um hvernig honum liði eftir leikinn.

Fyrra mark Garys í leiknum var eins og áður sagði afar vafasamt en nokkuð augljóst var að hann hafði skorað með hendi. Um þetta sagði Gary.

„Já þetta var hendi. Ég hefði ekkert kvartað ef hann hefði dæmt það af en hvað á ég að gera? Segja að þetta hafi verið hendi og láta dæma markið af? Við gerum það sem, þarf til að vinna leikinn en þetta var klár hendi en þeir sáu það ekki en á móti átti ég að fá víti í fyrri hálfleik sem var álíka augljóst en ég fékk ekki víti svo kannski jafnast þetta bara út.“

Gary leiðist ekkert að skora og er nú komin með 5 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar.

„Mitt starf er að skora mörk. En ég verð pínu pirraður því eftir að ég tók gullskóinn í fyrra fór fólk að setja pressu á mig að skora tuttugu mörk plús en kannski þarf ég að sleppa taki á því en auðvitað er ég að miða á tuttugu mörk og ég geri þá kröfu á sjálfan mig að skora helst í hverjum leik. “

Sagði Gary Martin en viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner