Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Þetta var hendi
Lengjudeildin
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin var örlagavaldur eins og oft áður þegar ÍBV gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði Leikni að velli á Domus Nova vellinum í kvöld en lokatölur urðu 2-4 ÍBV í vil. Gary setti þar tvö mörk undir lok leiks og ljóst að mikið verður rætt um fyrra mark Gary í leiknum sem hann skoraði augljóslega með hendi sem fór þó fram hjá dómurum leiksins.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Búinn á því algjörlega búinn á því. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Ég veit ekki hvort það er leikjaálaginu að kenna en ég kallaði oft á Helga hversu margar skiptingar hann ætti eftir en þvílíkur sigur sem þetta var. “
Sagði Gary um hvernig honum liði eftir leikinn.

Fyrra mark Garys í leiknum var eins og áður sagði afar vafasamt en nokkuð augljóst var að hann hafði skorað með hendi. Um þetta sagði Gary.

„Já þetta var hendi. Ég hefði ekkert kvartað ef hann hefði dæmt það af en hvað á ég að gera? Segja að þetta hafi verið hendi og láta dæma markið af? Við gerum það sem, þarf til að vinna leikinn en þetta var klár hendi en þeir sáu það ekki en á móti átti ég að fá víti í fyrri hálfleik sem var álíka augljóst en ég fékk ekki víti svo kannski jafnast þetta bara út.“

Gary leiðist ekkert að skora og er nú komin með 5 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar.

„Mitt starf er að skora mörk. En ég verð pínu pirraður því eftir að ég tók gullskóinn í fyrra fór fólk að setja pressu á mig að skora tuttugu mörk plús en kannski þarf ég að sleppa taki á því en auðvitað er ég að miða á tuttugu mörk og ég geri þá kröfu á sjálfan mig að skora helst í hverjum leik. “

Sagði Gary Martin en viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner