Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Þetta var hendi
Lengjudeildin
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin var örlagavaldur eins og oft áður þegar ÍBV gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði Leikni að velli á Domus Nova vellinum í kvöld en lokatölur urðu 2-4 ÍBV í vil. Gary setti þar tvö mörk undir lok leiks og ljóst að mikið verður rætt um fyrra mark Gary í leiknum sem hann skoraði augljóslega með hendi sem fór þó fram hjá dómurum leiksins.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Búinn á því algjörlega búinn á því. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Ég veit ekki hvort það er leikjaálaginu að kenna en ég kallaði oft á Helga hversu margar skiptingar hann ætti eftir en þvílíkur sigur sem þetta var. “
Sagði Gary um hvernig honum liði eftir leikinn.

Fyrra mark Garys í leiknum var eins og áður sagði afar vafasamt en nokkuð augljóst var að hann hafði skorað með hendi. Um þetta sagði Gary.

„Já þetta var hendi. Ég hefði ekkert kvartað ef hann hefði dæmt það af en hvað á ég að gera? Segja að þetta hafi verið hendi og láta dæma markið af? Við gerum það sem, þarf til að vinna leikinn en þetta var klár hendi en þeir sáu það ekki en á móti átti ég að fá víti í fyrri hálfleik sem var álíka augljóst en ég fékk ekki víti svo kannski jafnast þetta bara út.“

Gary leiðist ekkert að skora og er nú komin með 5 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar.

„Mitt starf er að skora mörk. En ég verð pínu pirraður því eftir að ég tók gullskóinn í fyrra fór fólk að setja pressu á mig að skora tuttugu mörk plús en kannski þarf ég að sleppa taki á því en auðvitað er ég að miða á tuttugu mörk og ég geri þá kröfu á sjálfan mig að skora helst í hverjum leik. “

Sagði Gary Martin en viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner