Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Þetta var hendi
Lengjudeildin
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Gary Martin átti sviðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin var örlagavaldur eins og oft áður þegar ÍBV gerði góða ferð í Breiðholtið og lagði Leikni að velli á Domus Nova vellinum í kvöld en lokatölur urðu 2-4 ÍBV í vil. Gary setti þar tvö mörk undir lok leiks og ljóst að mikið verður rætt um fyrra mark Gary í leiknum sem hann skoraði augljóslega með hendi sem fór þó fram hjá dómurum leiksins.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Búinn á því algjörlega búinn á því. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Ég veit ekki hvort það er leikjaálaginu að kenna en ég kallaði oft á Helga hversu margar skiptingar hann ætti eftir en þvílíkur sigur sem þetta var. “
Sagði Gary um hvernig honum liði eftir leikinn.

Fyrra mark Garys í leiknum var eins og áður sagði afar vafasamt en nokkuð augljóst var að hann hafði skorað með hendi. Um þetta sagði Gary.

„Já þetta var hendi. Ég hefði ekkert kvartað ef hann hefði dæmt það af en hvað á ég að gera? Segja að þetta hafi verið hendi og láta dæma markið af? Við gerum það sem, þarf til að vinna leikinn en þetta var klár hendi en þeir sáu það ekki en á móti átti ég að fá víti í fyrri hálfleik sem var álíka augljóst en ég fékk ekki víti svo kannski jafnast þetta bara út.“

Gary leiðist ekkert að skora og er nú komin með 5 mörk í fyrstu 4 leikjum deildarinnar.

„Mitt starf er að skora mörk. En ég verð pínu pirraður því eftir að ég tók gullskóinn í fyrra fór fólk að setja pressu á mig að skora tuttugu mörk plús en kannski þarf ég að sleppa taki á því en auðvitað er ég að miða á tuttugu mörk og ég geri þá kröfu á sjálfan mig að skora helst í hverjum leik. “

Sagði Gary Martin en viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner