Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júlí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Lampard telur samningaviðræður ekki trufla Abraham
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, telur að samningaviðræður séu ekki að trufla frammistöðu Tammy Abraham með liðinu.

Hinn 22 ára gamli Abraham hefur skorað þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabil en síðasta mark hans kom 11. janúar.

Samningaviðræður Abraham hafa dregist á langinn en hann hefur verið mikið á bekknum að undanförnu á meðan Olivier Giroud hefur byrjað frammi.

„Ég tel að samningaviðræður Tammy séu ekki á hættulegu stigi. Ég ætla að láta hann og félagið um að ræða þetta. Ég held að þetta sé ekki eitthvað sem er í huga hans núna, það ætti allavega ekki að vera það," sagði Lampard.

„Það sem á að vera í huga hans núna eru leikirnir framundan og hvað hann getur gefið okkur mikið inni á vellinum, hvort sem hann komi inn á eða byrji leik."
Athugasemdir
banner