Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 07. júlí 2020 05:55
Aksentije Milisic
Spánn í dag: Atletico Madrid og Celta eigast við
Það fara fram tveir leikir í La Liga deildinni á Spáni í dag. Í fyrri leik dagsins fær Valencia lið Real Valladolid í heimsókn.

Valencia er í harðri baráttu um sæti í evrópukeppni á meðan Valladolid siglir lignan sjó í deildinni.

Í síðari leik dagsins mætast Celta Vigo og Atletico Madrid. Celta er í sex stigum frá fallsæti á meðan Atletico Madrid er í þriðja sæti deildarinnar.

Þetta eru fyrstu leikirnir í 35. umferðinni á Spáni.

Leikir dagsins:
17:30 Valencia - Valladolid
20:00 Celta - Atletico Madrid
Athugasemdir
banner